Guð hjálpi okkur öllum

Það hefur sannað sig að sjáfstæðismenn eru heimskir, þá er ég að vísa í að árni jónssen var kosinn á þing þrátt fyrir að vera afbrotamaður og þjófur.  en guð hjæalpi okur ef guðfaðir nýfrjálshyggjunar og holgerfingur þessa bankahruns komist aftur á þing og í valdastöðu eftir að hafa verið hrakinn úr embætti seðlabankastjóra.

í hvaða heimi lifa menn sem geta ekki tekið skömmina yfir sig og látið sig hverfa eftir að hafa farið svona illa með þjóð sína?  ekki get ég ýmindað mér að þessi yfirlísing fari vel í núverandi forustu flokksinns.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli megi fullyrða að allir "TÖLVUNNARFRÆÐINGAR" séu heimskir þegar einn þeirra skrifar orðin ímyndað og yfirlýsing sem "ÝMINDAÐ" OG "YFIRLÍSING"?  Annars er forvitnilegt að sjá andstæðinga Sjálfstæðisflokksins fá hland fyrir hjartað við hótun flokksforingjans afdankaða.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Til Halldórs H.

Það er munur á því þegar þýskur sjómaður fremur bankarán eða þegar forsætisráðherra Þýskalands fremur bankarán. Sá fyrr nefndi er ekki fulltrúi þýsku þjóðarinnar en sá síðar nefndi ER ÞAÐ!

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 09:11

3 identicon

Mér finnst að persónulegar árásir eigi ekki heima í þessum umræðum, stöðuárásir eða brunnmigan svokallaða. Að reyna að grafa undan trúverðugleika ákveðinna aðila, með tali um heimsku viðkomandi, eða athugasemdum um stafsetningu, finnst mér lúalegt.

EKki eru allir sjálfstæðismenn sem verstir, sumir hljóma jafnvel gáfulega annað slagið. Því miður finnst mér bera mest á hinum, sem lítið gera fyrir þjóðfélagið. Ég er alls ekki sátt við það sem nú dynur yfir þjóðina og það er ekki hægt að benda á neinn einn og segja: hann gerði það!

Það voru hvorki bara auðmenn né bara seðlabankastjóri sem sáu um þetta, og reyndar þori ég ekki að segja neitt um hverjum þetta er að kenna. Mér finnst það reyndar ekki skipta máli, ég vil bara að ástandið lagist!

Annars vil ég ekki sjá Davíð aftur í stjórnmálum, maður verður að vita hvenær komið er nóg og hann hefur verið við stjórnvölinn aðeins of lengi. Jú, hann átti góða tíma, en þeir eru liðnir. Uppstokkun í flestum flokkum væri reyndar af hinu góða, að mínu mati...

En, það sem ég segja vildi var s.s. að alhæfingar og brunnmiga eru lúalegar og alls ekki við hæfi. Frekar ætti að koma með gild rök í stað mælskubragða sem eyðileggja fyrir sjálfum manni og öðrum.

,,Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir" og hafa rétt á sínum skoðunum. :-)

Dagný (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:12

4 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Sú álktun sem þú getur dregið af "ÝMINDAÐ" OG "YFIRLÍSING" er að einn tölvunnarfæðingur er les og skrifblindur og sér ekki þær stafsetningarvillur sem ann skrifar.

Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Dagný ég er ekki að segja að allir sjáfstæðismenn séu vitleysingar, en samt er þetta alveg verðug samlíking við Árna,  hann braut af sér og var samt kosinn aftur.  Hvort það segir eitthvað um sjáfstæðismenn, suðurlandsmenn, eða þjóðina almenn er annað mál.  En eitt er víst, þjóðin hefur ekki gott langtímaminni.

Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 09:40

6 Smámynd: Einar Indriðason

Frábærar smjörklípur hérna inni, væntanlega gjörðar af hörðum D-urum....

Í staðinn fyrir að velta fyrir sér hvort "sumir" ættu að snúa aftur í pólitík eða ekki, þá er allt í einu farið að rífast um ... smáatriði eins og stafsetningar á "ímyndað" og "yfirlýsing".

Common, D-arar... meira segja þið eigið að geta búið til betri smjörklípur en þetta.

Einar Indriðason, 4.12.2008 kl. 11:07

7 identicon

Einar: hugsanlega eru einhverjir D-arar (held ég skilji hugtakið rétt, ef ekki, leiðréttu mig þá...) sem hafa fært inn smjörklípur hérna, en ég vona að þú sért ekki að eiga við mig. Ég er bara umburðarlynd og reyni að vera sanngjörn. Er annars langt frá því að vera D-ari...kemst ekki svona langt til hægri, sama hvað ég reyni. :-) ( Hvað er samt málið með smjörklípur? )

Jóhann, ég skildi alveg hvað þú átt við, það er þarna misjafn sauður í mörgu fé og ég er þér alveg sammála. Það fer bara í mig þegar alhæfingar taka völdin, og hvað þá persónuárásir...

Þú færð samt auka stig fyrir að segja ekki að ALLIR sjálfstæðismenn væru heimskir...ekki eins sterk alhæfing...

Ég held áfram að reyna að halda í hlutleysi mitt og vona að þetta reddist allt sem fyrst. :-)

Dagný (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Einar Indriðason

Dagný... mjög "skemmtilegt" að fylgjast með því, hvernig umræðu um hótun Dabba er allt í einu snúið upp í, já, smjörklípur, um stafsetningar á tveimur eða þremur orðum.  Athyglinni beint snyrtilega og snilldarlega frá því sem ætti að vera aðalmálið hér.

Hvernig getur þetta reddast?  Það er ekki *einn* einasti kjaftur búinn að segja af sér, eða standa upp, viðurkenna ábyrgð.  Það eru sömu brennuvargarnir núna að "hjálpa" til við að slökkva eldinn, og kveiktu eldinn í upphafi.  Traust á landið, þjóðina, seðlabankann, ríkisstjórnina, bæði hér heima og ekki síður í útlöndum er svo gjörsamlega sokkið á bólakaf í niðurfallið.  Hvað gerum við?  Skiptum við um fólk í brúnni?  Nei!  Það má nefnilega ekki persónugera vandann.

Einar Indriðason, 4.12.2008 kl. 13:38

9 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Má ekki persónugera vandan, þvílikt rugl!!!  að sjáfsögðu eru mennirnir sem silgdu skipinu í strand persónur.  Ef ísland væri fyrirtæki þá væri heldur betur búið að reka mann og annan og það er ekki persónuleg, þér getur vel likað vel við mann sem þú telur vera óhæfur.  Nú er komið fram að þetta hafi verið vitað í marga mánuði en ekkert gert til að bregðast við, það eru óhæfir menn sem bregðast ekki við, og mér er sama í hvaða flokki þeir eru, Það kemur malinu bara ekkert við.  Flokkapólitik er bara fyrir allmenni skinsemi.

Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 14:41

10 identicon

Ótrúlegt að það hafi tekist að telja fólki trú um að Davíð beri megin ábyrgð þar sem hann sat í seðlabankastól, rúinn nánast öllu valdi og stjórntækjum.

Fransman (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:52

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann, það hefur alla tíð verið háttur Davíðs að holdgera öðrum sín mistök og axarsköft. Og þetta nýjasta að ekki megi persónugera mistökin og klúðrið hlýtur að verða ofarlega í huga þeirra sem þurfa að afsaka eigin gerðir í framtíðinni t.d. við umferðalagabrot, ekki megi persónugera brotið í bílstjóranum, þetta hljóti að vera bundið í þjóðfélagsgerðinni, litnum á bifreiðinni eða öðrum ytri aðstæðum sem ökumaðurinn hafði enga stjórn á svo sem verði á bensíni, tryggingum o.s.f.v.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 15:12

12 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg samála, fyrir nokkrum árum var ég stoppaður á 98 km hraða og sektaður um, ef ég man rétt 20.000 kr.  Það má ekki persónugera þessi mistök, því mistökin eru að hámarkshraðinn var ekki nógu hár.  Ég vill fá sektina endurgreidda.

Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói

Höfundur

Jóhann Hallgrímsson
Jóhann Hallgrímsson

Tölvunnarfræðingur, Háskólanum í Reykjavík það eru stafsetningavillur í öllum minum blogum vegna þess að ég er lesblindur.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband