4.12.2008 | 18:51
Fatta þetta ekki
Mér er alveg sama þó bankamenn hafi sagt fólkinu sem settu peninga í þessa sjóði að þeir væru alveg öruggir, það var vitað má að þeir væru það ekki. Á meðan þeir voru að vaxa þá tók fólkið við peninum en þegar þeir minka þá fara allir að kvarta yfir að þeir væru ekki öruggir. Þetta voru sjóðir sem byggðir voru á hlutabrefum og slíku og hlutabref geta farið upp og niður og það ætti ekki að koma neinu meðaskynsömum mönnum að óvart að þegar hlutabref falla þá minkar í sjóðunum.
ég veit að þetta er óvinsælt að segja en þetta fólk hefur vara tapað penunum og hefur enga málbót.
Þeir sem töpuðu fái skattaafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Jói
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, það er greinilegt að þú fatta þetta ekki.
Peningamarkaðssjóðirnir fjárfestu ekki í einu einasta hlutabréfi. Þeir keyptu skuldabréf af "traustum" fyrirtækjum, það voru engin raunveruleg viðskipti með þessi skuldabréf svo að þau féllu ekki í verði. Eina sem var, var að ávöxtunarkrafan gat breyst.
Þetta er sem sagt mun nær því að bankinn lánar þér pening fyrir húsi, svo eru einhverjir aðrir sem lána bankanum til að geta lánað þér. Allir eru ánægðir meðan þú borgar af láninu og allir fá þá ávöxtun sem um er samið.
Svo einn daginn kemur snjóflóð og húsið fer út í sjó og þú deyrð. Þú átt engin afkvæmi til að borga af láninu og húsið var ótryggt, svo það er ekki hægt að sækja kröfuna neitt.
En í skaðabætur fyrir þá sem lánuðu bankanum til að lána þér fyrir húsinu, þá kaupir bankinn lóðina á uppsprengdu verði svo þeir komi ekki eins illa út úr þessu.
Vona að þetta hjálpi til að varpa ljósi á málið.
Og nei, ég vil ekki að þú deyir í snjóflóði. Ef ekki væri fyrir tölvunarfræðinga væru ekki til snilldar þættir eins og IT crowd..
Stokkarinn, 4.12.2008 kl. 19:30
Ég stóð alltaf í þeirri trú að þetta væri peningasjóður sem þú kaupir þér hlut í, sjóðurinn sem stjórnað er af bankanum fjáfestir í skuldabrefum og hlutafé, i mismunandi hlutföllum eftir því hve mikla áhættu sjóðfélagi vill taka. Þannig að ef þú villt mikla áhættu þá er meirihlutinn í hlutafé og gróðavonin meiri ef vel gegnur.
annars hef ég sjáfsagt takmarkaða þekkingu á fjármálum, enda þarf ekki peninga til að nota Linux og opin hugbunað. En ég er ekki eins findin og þeir í IT Crowd, nema þegar ég misskil eitthvað og það er aldrei vísvitandi.
Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 20:45
He he, ég er nokkuð viss um að Moss finnst hann sjálfur ekkert fyndinn, þó að öðrum finnist það..
Þið eruð svo auðvitað líka bráðnauðsynlegir til að halda uppi flestöllum tölvukerum og þessháttar.
En jú þetta átti við um flesta sjóðina, nema peningamarkaðs sjóðirnir voru undantekningin. Þar voru engin hlutabréf of skuldabréfasöfn, heldur gerður sér samningur við hvern skuldara fyrir sig. Það sem var svo óeðlilegt við skuldarana í þessum sjóður var að þeir voru oft aðal eigendur bankanna. Þannig að þeir sem eyddu ekkert allt of löngum tíma í að ráðstafa peningunum vissu kannski ekki af því. Og ég var einn af þeim sem gerðist sekur um það.
Stokkarinn, 4.12.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.