13.11.2008 | 12:23
Þjóðarsvik
Það að semja við breta um að borga það sem bretar vilja er svik við ílsensku þjóðarinn og hægt er að fangelsa fyrir slík brot, það að setfa íslensku þjóðinni til skulda í margar kynslóðir er "treason" eða landrað ensog Geta Björg leiðrétti mig hér að neðan.
Samningar um Icesave eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Um bloggið
Jói
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 503
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhann, íslenska orðið fyrir treason er landráð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:29
Jóhann, ekki gleyma því að refsingin við landráði á Íslandi er óskilorðsbundið ævilangt fangelsi.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:38
Þyngsta refsing við lándráðum er ævilangt fangelsi.
Það fer eftir því hversu alvarlegt brotið telst hvort fangelsunar er krafist allt að einu ári , í 2-3 ár, 6 eða upp.
Almenn hegninarlög: X (10.) kafli Landráð
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:57
Það að skrifa undir samninga sem munu gera það að verkum að við þurfum að greiða skaðabætur sem jafngilda fjórfaldri þeirri upphæð sem Þýskaland greiddi eftir fyrra stríð auk þess sem að sá samningur mun að öllum líkinum verða til þess að við neyðumst til að ganga í ESB og gangast þar með undir stjórn óvinaríkja okkar, ég er nokkuð viss um að það skilgreinist sem "high treason" eða landráð af hæsta stigi, við slíku er dauðadómur í flestum Vestrænumríkjum en hér á landi aðeins óskilorðsbundið ævilangt fangelsi. Ævilangt fangelsi hér á landi er ávallt óskilorðsbundið enda er skilorð hér á landi reiknað út sem visst hlutfalla af tíma dómsins (yfirleitt 50%), vegna þess að ævilangt fangelsi er ótímabundið þá er ómögulegt að reikna út skilorð á slíkan dóm. Hinsvegar geta menn ávallt stólað á það að forsetinn náði þá. Spurning samt fyrst að þessir ESB sinnar vilja að við beygjum okkur undir Bretland hvort ekki sé rétt að taka upp Bresk viðurlög við landráði hér á landi, semsagt að landráðamenn séu hengdir, dregnir og bútaðir (Hanged, drawn and quartered).
Hafsteinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:36
Þetta er ekki rétt hjá þér Hafsteinn, hvað varðar Bretaland, þessi lög voru formlega afnumin 1999:
"27th of January 1999. The Home Secretary (Jack Straw) formally signed the 6th protocol of the European Convention of Human Rights in Strasbourg, on behalf of the British government formally abolishing the death penalty in the UK. It had been still theoretically available for treason and piracy up to 1998 but it was extremely unlikely that even if anyone had been convicted of these crimes over the preceding 30 years, that they would have actually been executed. Successive Home Secretaries had always reprieved persons sentenced to death in the Channel Islands and Isle of Man where the death sentence for murder could still be passed and the Royal Prerogative was observed."
Timeline of capital punishment in Britain
Þeir sem fá lífstíðardóma á Íslandi sitja yfirleitt inni í 16 ár, hafi þeir ekki verið náðaðir fyrr með forsetavaldi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:54
Reyndar er þetta rétt hjá mér enda er ég að stúdera lög í HÍ. Í fyrsta lagi hefur enginn einstaklingur fengið lífstíðardóm í sögu íslenska lýðveldisins, heldur hefur 16. ára dómur verið lengsta refsing sem Hæstiréttur hefur viljað dæma menn til að afplána. Einu sinni hefur þó einn maður komist nálægt því að fá lífsstíðardóm en það var Þórður Jóhann Eyþórsson sem sakfelldur var árið 1994 fyrir það að brjóta skilorð sem hann fékk fyrir manndráp með því að fremja annað manndráp í íbúðarhúsnæði að Snorrabraut. Héraðsdómur dæmi hann til ævilangrar fangelsisvistar en Hæstiréttur lækkaði þá refsingu í 16 ára fangelsi. Ef maður er dæmdur í lífsstíðarfangelsi þá getur hann ekki fengið skilorð enda miðast skilorð hér á landi við það að dómurinn sé bundinn við einhvern viss langan tíma, þetta er ekki eins og í USA þar sem menn eru dæmdir í 25 ár - lífsstíðar heldur er þetta lífstíð, hvorki meira né minna. Ef þú trúir mér ekki þá getur þú spurt hvaða lögfræðing sem er og hann mun segja þér hið sama enda er þetta mjög basic atriði í íslenskum refsirétti. Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur enginn maður hér á landi fengið lífsstíðardóm síðan að núverandi hegningarlög voru sett árið 1940. Semsagt bottom line þá mun sá sem fær lífsstíðardóm hér á landi sitja inn á Litla Hraun þangað til að hann kastar upp öndinni nema að forseti Íslands náði hann, skilorð er ekki til boða fyrir þá sem fá slíkan dóm.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:08
Greta,
Ef þú vilt fletta upp þessu máli sem ég vitnaði í þá er það Hrd. 1994, bls. 514 (Snorrabraut). Semsagt farðu á Þjóðarbókhlöðuna, finndu dómasafn frá árinu 1994 og flettu upp á blaðsíðu 514 og þá finnur þú þetta mál.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:11
Þú misskilur mig herfilega, Hafsteinn, það sem ég sagði var að þú hefðir rangt fyrir þér hvað varðar Bretland.
Eins og þú sérð ef þú lest enska textann sem ég setti inn.
Mér skilst að þú lesir íslensk lög, ekki ensk, svo það er sennilega ekki dauðsök að vita ekki að þessi fornu lög hefðu verið afnumin með öllu 1999.
Hins vegar sagði ég hvergi að þú hefðir rangt fyrir þér varðandi lífstíðardóma. Það sérðu líka ef þú lest það sem ég skrifaði.
Örugglega veist þú meira um dómsmál á Íslandi en ég, laganeminn sjálfur.
Ég vona að þú verðir þokkalegur lögfræðingur, þó þér hafi yfirsést um þessi tvö atriði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:25
Ég ætla ekki að fara í Þjóðarbókhlöðuna, þaðan af síður fer ég að fletta upp á blaðsíðu 514 til að finna eitthvert tiltekið mál.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:27
*lífstíðardóma á Íslandi.
Ég er víst enn að jafna mig á því hvað Björgólfur Guðmundsson er skilningslaus að eigin sögn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:29
Ég var nú aðeins meira að meika point með því að tala svona og að ákvarða fangelsisdóm fyrir eitthvað sem ekki er refsivert, þ.e fangelsisvist, var kannski ekki það sem ég var að reyna að segja.
Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.