7.6.2010 | 20:14
Apple samt við sig
Þetta er alveg dásamleg, hvernig steve tekst að sannfæra fólkið um að þeir seu að búa til eitthvað nytt, á nyja apple er verið að segja að það sé risastökk að hafa myndavél að framan, fjögurra ára gamall windos síminn minn er með myndavél að framan og 5mega pixie myndavél en það hefur verið í boði á nokkrum símum um ára bil, td nokia.
það er svosem ekkert nytt frekar en þessi tækni í búnaði apple að þeim tekst að sannfæra fólk um að þeir séu að gera eitthvað nytt með sínum búnaði sem oftar en ekki er mörgum árum á eftir samtímatækni, td að ipad sé etthver snilld en margir framleiðendur hafa gefið ut sambærilegar tölvur um árabil, og reyndar er vélbúnaðurinn og styrikerfið ipad afar langt á eftir samtímanum, styrikerfið er niðurstrippuð mac os eða boostað iphone kerfi en í pc heimum á finna mun öfluri tölvur 2,2 ghz með 4gb minni samanborið við 1ghz og 256 mb minni, þetta er sviðað og í pc heimum fyrir um fimm árum. enhver segir að þetta se svona litið vegna smægðar tölvunnar og pc sé ekkert betri en það er bara alrangt. og ef windos er ekki nógu cool þá bara nota linux mikið stabilla en bæði mac os og window og auðveldara í notkun.
það er alveg merkilegt að fólk sé að versla þessar i vörur sem eru bæði óæðri og dyrari en sambærilegar vörur í pc heimum.
Apple tekur risastökk" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jói
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bull!
Sýndu mér græju með windows sem er eins og iPad t.d. og kom á markað á undan?
Hákon
Hákon Pálsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 20:44
En er þessi ,,Windows" sími þinn með ,,snerta til þess að einblína á"? Er hann með LED ljósi sem flassar þegar þú ert að taka myndir í dökku umhverfi? Nei það stórefa ég um, þessir hlutir eru glænýjir og þá einna sérstaklega fyrri hluturinn. Þegar þú ert að tala um að stýrikerfið sé eitthvað óæðra þá er ég ekki alveg að skilja þig. Stýrikerfið er einmitt mjög einfalt í notkun og ekki nærrum því eins flókið og sú sýra sem kemur frá Microsoft. Það eru fáir símar jafn hraðir og iPhone 4 né með eins góða batterísendingu.
Þessi sími er töluvert byltingarkenndur, eftir að hann kom út árið 2007 þá hafa öll símfyrirtæki hver á fætum öðrum verið að keppast við að koma með síma með snertiskjá. Þegar ég skoða Nokia Express music 5800 þá sé ég bara plast drasl. Ef ég rétt svo snerti á eitthvað icon á skjánum þá nemur skjárinn það ekki, ég þarf að þrýsta fremur fast svo hann nemi það. Þetta eru ekki gæði. Ef ég snerti ofurlétt á skjáinn á iPhone þá nemur skjárinn það strax, enda ekkert plastdrasl hér á ferð.
Það er ekki hægt að bera iPad við ,,sambærilegar tölvur" iPad er glænýr flokkur spjaldtölva. Þetta er ekki flokkað sem fartölva heldur svona ,,lay-back" tölva til þess að fara á internetið, mailið og kannski einhverja leiki. En auðvitað er hægt að vera að vinna í Pages skjölum og svona. En fartölva er þetta ekki og það er ekki hægt að bera þetta saman við neitt. Enn og aftur hágæðasnertiskjár.
Það að þú skulir kalla Mac-a óæðri sýnir bara fáfræði þína. Vissulega eru þetta dýrar vörur, en þú ert að borga fyrir gæði. Auðvitað geturðu skottast út í BT og keypt þér einhverja Acer tölvu. En þá ertu að kaupa eitthvað plast-drasl með ekki eins góðum hugbúnaði. Mac-arnir eru gerðir úr góðu áli sem gerir þá sterkbyggðari. OS X er víruslaust þannig ef þú telur allan þann pening sem búið er að eyða í vírusvarnir ertu eflaust búinn að eyða svo miklu að það er hagstæðara og öruggara að halda sig við þetta stýrikerfi.
Þessi mbl grein er líka mjög illa skrifuð að mínu mati.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 20:49
Hákon, HP gáfu tablet tölvur út á undan Apple. Málið er bara að marketing hjá apple og sérstaklega Steve Jobs er svo öflugt að fólk gleymir því.
Hér er linkur á mynd af HP slate tablet
http://smartech.blogetery.com/files/2010/01/HP-Slate-tablet_3.jpg
Bobby (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 20:53
http://img689.imageshack.us/img689/6578/1270092356865.jpg
Operating System: Microsoft Windows XP Tablet PC Edition
Eplið (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 20:54
Ég gaf nú konunni minni nokia síma fyrir 2 árum sem er með LED flash fyrir myndarvélina. Og það er líka með myndavél að framan og aftan, sá fremri fyrir fjarfundi.
Ragnar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:12
Eplið, Þetta er gott dæmi um það sem ég er að tala um. og með símann hann minn hann er frá 2005 og með snertiskjá myndaveĺ 5px að aftan og minni á framan, reyndar er styrikerfi hanns óttarlegt drasl en nyrri kerfi eru mun betri frá windos en ég sjálfur er mikið meira fyrir linux og myndi fá mér síma með Android ef ég væri að kaupa síma núna. þessi apple dyrkun er óttalega vitlaus, þeir eru í raun langt á eftir samtímanum, þegar þeir voru að tala um byltingu snertiskjás þeirra þá voru þeir að stela hönnun þessa manns http://www.cs.nyu.edu/~jhan/
Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 21:17
getur einhver hér sagt mér afhverju þessi sími kostar nærri 800 dollurum hér á landi, og giska að þegar þessi nýja týpa kemur hingað þá muni hún kosta nærri 1000 dollurum, svona sími kostar í dag um 150 þús á íslandi. í fréttini segja þeir að verðið á þeim sé um 199 til 299 og þá á nýju týpunni.
GunniS, 7.6.2010 kl. 21:54
Jæja drengir, ég lifði og hrærðist í PC heimum frá því DOS 3.3 var toppurinn og þar til fyrir 3 árum að ég skipti yfir í Mac, og þvílíkur munur.... afhverju í andsk. skipti ég ekki fyrr.
Nú þekki ég ekki til iPhone, en fyrir ca ári var mér gefið iPod-Tuch, alger galdra græja, nú fer ég varla úr húsi án þess að taka þetta með. Vinnu minnar vegna flækist ég um gjörvalla jörðina, það er nánast hægt að láta þetta litla Tuch tæki koma í staðinn fyrir tölvu á þessum flækingi.
Núna stendur Cið í PC fyrir "Crap" í mínum huga ;-)
Kveðja.
PCrap (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:57
http://9gag.com/photo/25270_540.jpg
Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 22:02
Held að málið sé hönnun frekar en specar þegar kemur að Apple. Apple er eina fyrirtækið í tölvubransanum og nánast eina í símabransanum sem hannar fallegar og notendavænar vörur. Fyrir Apple skiptir hönnun vörunar meira máli heldur en hlutir eins og Mhz og harðadiskspláss o.s.fr.
Þetta er það sem skiptir almennan notenda meira máli, hins vegar munu spekkar ávalt skipta nördana meira máli.
Steingrímur Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:03
Þú þekkir ekki pc fyrr en þú hefur profað Linux, Windows er óttalegt rusl.
Linus (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:03
Ég er með Sony Ericson síma, 2 ára að aldri, sem er með LED flassi og myndavélar framan og aftan.
Meira að segja SE síminn sem ég átti þar á undan, 3-4 ára, var með LED flassi en reyndar ekki myndavél að framan.
Eplið (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:07
Ég held að þú sért allveg að misskilja. iPadinn var STÓRT stökk áfram. Ég hef notað Compaq tablet vél og það var skelfing hreint. Það sem þú kallar "niðurstrípað" stýrikerfi er einmitt stýrikerfi hannað fyrir græjuna. Þannig að út kemur frábær græja sem hentar og er með stýrikerfi gert fyrir þessa gerð búnaðar. Það sem Compaq og HP bjuggu til var gallaður lappi sem var búið að rífa af lyklaborðið. :D Apple hefur sigurinn í hönnun á þessum hlutum. Vegna þess að þeir pældu actually í þessu. Hitt draslið sem þú nefndir var hennt saman án nokkurrar pælinga. Bara þrykkti í manni penna svo maður getir hamstrað við að reyna færa til glugga á 10" skjá. Djöfull var Tablet PC crap.
Sama með það sem var kynnt í dag. Video símar eru reyndar least interesting hluturinn þar. Video símar hafa verið til í yfir 30 ár og það kæmi mér á óvart ef að 3 aðilar hafi notað þá. En iPhone braut blað í snjallsímum vegna þess að þeir hugsuðu. Og ég er ekkert einhver fanboi sem vill ekkert annað en Apple. Ég hef átt Windows síma og Palm síma. Og ég fullyrði að sá sem að segir að þeir séu jafnfætis iPhone(eða núna góðum Android símum) hefur aldrei snert þessa nýju síma. Nokia, Microsoft og allir þessu skitu á sig og gáfu viðskiptavinum(þar með talið mér) illa skipulagða síma sem virkuðu ekki.
Ég man nú eftir endalausum tíma á Windows símanum að reyna opna GPS forritið en það er ekki hægt þökk sé fötluðu multitasking kerfi. Þá þurfti maður að grafa upp task managerinn og force quitta fullt af forritum sem maður vissi ekki að væri í gangi.
Nei... Ég mun aldrei aftur kaupa símavörur sem að hafa logo Nokia eða Microsoft á sér. Þeim virðist bara vera illa við viðskiptavini sína. Apple og Google hugsa um sína og passa upp á fústrið.
Og áður en þú ferð að kalla mig fanboi þá vil ég minna á að nær allir sem nota Apple vörur komu beint frá Windows. Við höfum prófað grasið hinumegin og völdum það betra.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:14
@Bobby: Ég er nokkuð viss um að HP Slate hafi verið droppað. Var of stór með of mikið af drasli og veseni og of hæg þar sem þetta keyrði á Windows 7. Enda dauðadæmt um leið og maður sá speccana.
Ætla að gera nýja minni tölvu sem heyrir á WebOS sem þeir fengu með kaupunum á Palm.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:19
HP Slate var droppað eftir því sem ég best veit, en það tengdist ekki veseni út af græjunni eða erfiðleikum með að keyra stýrikerfið heldur út af því að tækið var of dýrt í framleiðslu og það tók því ekki að fara selja það.
Apple og Google hugsa um sína og passa upp á fústrið.
Ég veit ekki með google en þetta með apple er bara brandari, Apple er með eina verstu þjónustu sem hægt er að hugsa sér, það er alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að kaupa hlutina ef framleiðandinn gefur bara nógu mikinn skít í notendur vörunnar!
Hvað varðar Ipad þá sá ég samanburð á þessu tæki og einhverju sem ef ég rétt man HP gaf út 2003, merkilegt nokk þá var sú græja með marga öflugri hluti en Ipadinn er með í dag!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.6.2010 kl. 23:04
Sorry Halldór. En þú ert bara að bulla eitthvað útí loftið. Apple er með frábæra þjónustu, góðar og vel hannaðar vörur og eru LANG hæstir í customer satisfaction af öllum fyrirtækjum í Bandaríkjunum.
Þú sást *specca* af græju sem að HP gaf út 2003. Ég get líka sett 300 hestafla vél og 2x túrbóa í Yarisin minn en það mun ekki gera hann að betri bíl. Ég hef actually prufað bæði Compaq tablet með Windows Tablet Edition(sem svo var breytt í HP tabletið) sem og iPad tabletið. Þegar ég prufaði Compaqin þá var ég Windows/Linux notandi og hafði ekkert notað Apple. Og þetta tablet var CRAP. Hugmyndin að vera með gluggakerfi og penna á tablet vél er hreint út sagt fáránleg. Enda seldist iPad meira á fyrsta klukkutímanum heldur en öll hin tabletin til samans. Vegna þess að þar var loksins komin græja sem meikaði sens.
Hvað er með sumt fólk og að hata Apple? Hefur sumt fólk eitthvað á móti vönduðum vörum bara svona út á prinsippið?
Jón Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:14
Ég skil bara ekki hvað er alltaf verið að tala um einhverja specca og hversu öflug vélin er. Það sem skiptir máli þegar um svona hluti er að ræða (ferðatölvur, síma eða "spjaldtölvur") er fyrst og fremst hvað það er sem þú ætlar að gera á hlutnum og hversu auðvelt og þægilegt er að gera hlutinn, og svo þar á eftir hlýtur að koma rafhlöðuending. Það skiptir einfaldlega engu máli hvort að vélin er með 2,2 ghz örgjörva og með 4gb minni eða 1ghz og 256 mb minni ef að hún getur gert þá hluti sem fólk vill gera á vélinni vel. Það myndi svo enginn heilvita maður kaupa sér spjaldtölvu eða iphone til þess að fara í einhverja grafíkvinnslu eða að encoda video.
Það sem ég er bara að segja er að það er hugbúnaðurinn og notendaviðmótið sem ég held að fólk sé að borga hvað mest fyrir þegar það er að kaupa þessar vörur frá Apple, það er klárlega rétt að þeir eru ekki alltaf með nýjasta vélbúnaðinn.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:24
Ég á gsms en það er skamstöfun fyrir gamall sími með snúru og bíðið við það er líka skífa á honum. Ég er viss um að enginn ykkar á svona flotta græju.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:29
Windos simakerfi er rusl, það er, eða var fyrir utgáfu 65 að reyna að bua til stripað windows sem er vonlaus hugmynd, apple er stórlega ofmetið fyrirbæri, Linux kerfin bjóða uppá endalausa möguleika sem Windos og apple reyna beinlínis að koma í veg fyrir.
Svo er apple með að mér skilst hræðilega þjónustu allavega á íslandi, ég veit um dæmi að kona þurfti að bíða í tvo mánuði eftir að þeir skiptu um lyklaborð. svo hef ég heirt fleyri dæmi um leĺega þjónustu hjá þeim.
sjálfur vill ég fá Android síma en google pc syrikerfið heillar mig ekki, það er bara browser. ég myndi vilja svona ipad ef það væri hægt að setja meira minni, betri örgjöfa eitthvað media interface og Linux, sem sagt ég er ekki að fara að kaupa ipad, það er gömul tækni og alltof takmörkuð.
joi (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:33
Jón, ég hata ekkert apple, þetta er stókortlega makaðsett fyrirbæri, það bara stendur alls ekkert undir stóru orðunum. en það er undarleg hve margir elska þessa vöru sem hefur ekkert með sér nema fagurfræðilega vel heppnað útlit, Linux er örugglega framtíðin, ég vinn í windows og það er svosem ekkert að drepa mig en ég nota bara linux heima.
Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 23:39
@Jón Ingi: Blessaður vertu ég var specca chaser einu sinni. Átti CoolerMaster tölvukassa og var með hraðastilla fyrir vifturnar og allt þetta kjaftæði. :D Óx sem betur fer upp úr því að nenna að leika mér svona með hardwareið. Ágætt hobby svosem fyrir marga en ef þú ætlar að treysta á græjuna fyrir vinnu þína þá er best að hætta því.
Apple eru misfljótir í hardware jámm. Hafa sjaldnast samt verið eftirá þó að það hafi reyndar gerst eins og þegar IBM lenti í vandræðum með G5 kubbinn og lappar voru stopp í G4. En þeir eru nú samt oftast fljótir að innleiða nýja tækni á borð við WiFi sem þeir voru fyrstir með sem staðalbúnað. Svo verður seint hægt að saka tölvurnar þeirra um að vera hægar eða með lítið power. Það er hinsvegar annað mál með þennan iPad. Apple hugsaði um þetta sem consumer device meðan að hinir horfðu á lappan sinn og pældu hvort það væri sniðugt að rífa af lyklaborðið og selja á tvöföldu verði.
@joi: Það er ótrúlegur misskilningur að Apple hindri eitt né neitt í MacOS X. Ég get reyndar ekki sett eitthvað anime theme á grafíska kerfið en ég er að keyra öll sömu forrit og þú í Linuxinum. Það fylgir X server með makkanum líka þannig að ég get meira að segja notað öll grafísku forritin úr Linux líka.
Og iPad er *ekki* gömul tækni. Þeir gætu alveg sett 3ghz processor í iPad en þá væriru alltaf tengdur við rafmagn. Ég held að þú verðir að prufa svona búnað vegna þess að enginn sem prufað hefur iPhone eða iPad hefur hugsað með sjálfum sér að þetta sé hægvirkt. Veit ekki hvað þú átt við með Media Interface en ef þú ert að tala um video playera þá eru til eitthvað af þeim.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:42
@Jóhann: Linux er búið að vera framtíðin síðan ég byrjaði fyrst að nota það reglulegt fyrir yfir 10 árum. Og á þessum 10 árum þróaðist linux nánast ekkert desktoplega séð. Versnaði ef eitthvað er Það er fyrst núna með Ubuntu sem að það á að fara prófa eitthvað nýtt.
Mac hefur allt sem að Linux hefur. Nema er með þar að auki heppnað útlit og hönnun sem var framkvæmd af fólki sem nennti að pæla aðeins í hlutunum. Og útlit skiptir máli. Það skiptir máli þegar þú færð þér allt hvort sem það er bíll, hús, konu og hund. Og hvað ert þú þá að dæma fólk sem að leyfir því líka að skipta smá máli í tölvu? Er það ekki dáltið arrogant?
Jón Grétar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:48
Ég verð bara að bæta inn einu hérna. Ég hef heyrt PC menn tala um að Linux sé framtíðinn síðann ég byrjaði að fikta í tölvum, og sú framtíð er löngu orðin fortíð. Ég var að kaupa mér iPhone fyrir rúmri viku síðan og verð bara að segja að ég er hæst ánægður með hann. Það eina sem betur mætti fara að mér finnst er batterí úthaldið, en maður fær víst ekki allt.
Ég vil hinsvegar benda á að ég er PC maður sjálfur, vinn sem grafískur hönnuður og á 2ja ára gamla PC vél. Ég er búinn að uppfæra minnið í henni einu sinni (sem er meira en ég gat gert við gamla maccann minn) og hún mok vinnur alla þá InDesign og After Effects vinnu sem ég fæst daglega við. Litlu krílin sem Apple framleiðir eru stórkostleg, sbr. iPhone og iPad, en tölvurnar gæti ég ekki hugsað mér að kaupa aftur, einfaldlega vegna þess að ég geri kröfu um gríðarlegan hraða á viðráðanlegu verði. Apple framleiðir fallegar vörur, og þær eru nauðsynlegar í tölvuheiminum, þar sem smekkleysa ætlaði að ganga frá öllum hér áður fyrr.
Kveðja,
karl (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:05
Það sem Apple er í rauninni að selja er notandaupplifun. Allt ferlið frá því að þú færð kassann í hendurnar þar til þú ert byrjaður að nota stýrikerfið (hvort sem er á ipod/iphone/tölvu) er hannað til að búa til vissa upplifun sem lætur notandanum líða vel með sig.
Það skiptir ekki máli hversu fáa fítusa græja hefur, hversu rosalegan vélbúnað eða frábæra þjónustu við notendur (þessi fyrri tvö spila bara inn á geek factorinn sem selur fámennum hópi). Það sem skiptir máli er að vera með eitthvað sem selur notandanum þá hugmynd að hann sé allt í einu orðinn ógeðslega flottur og nái að gera það sem tækið/hugbúnaðurinn gerir (þó það sé fátt) betur en hann hefur getað gert og að honum almennt líði vel með sig.
Þetta er nokkuð sem Apple hefur undanfarið verið mjög duglegt að spila inná IMHO.
Halldór (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:11
Jón Ingi : Sorry Halldór. En þú ert bara að bulla eitthvað útí loftið. Apple er með frábæra þjónustu, góðar og vel hannaðar vörur og eru LANG hæstir í customer satisfaction af öllum fyrirtækjum í Bandaríkjunum.
Mér þykir leiðinlegt að rigna á apple skrúðgönguna þína en ég er ekki að bulla, ég er að tala af eigin reynslu á þessu fyrirtæki, það er ekki til annað fyrirtæki á plánetunni sem gefur jafn mikinn skít í sína kúnna og Apple.
Ég get líka sett 300 hestafla vél og 2x túrbóa í Yarisin minn en það mun ekki gera hann að betri bíl.
Þetta er einmitt það sem apple er að gera, vefja skít inn í fallegar umbúðir.
Ég hef actually prufað bæði Compaq tablet með Windows Tablet Edition(sem svo var breytt í HP tabletið) sem og iPad tabletið. Þegar ég prufaði Compaqin þá var ég Windows/Linux notandi og hafði ekkert notað Apple. Og þetta tablet var CRAP.
Þetta dæmi kom út fyrir 7 árum, auðvita finnst þér þetta vera crap núna, þetta var eflaust æðislegt á sínum tíma, en það breytir því ekki að þessi græja sem kom út fyrir 7 árum hafði fullt af hlutum sem ipad hefur ekki (hentugum hlutum).
Jón, ég hata ekkert apple, þetta er stókortlega makaðsett fyrirbæri, það bara stendur alls ekkert undir stóru orðunum.
Þetta er akkúrat málið, apple er að hypa upp dótið sitt eins og það sé eitthvað nýtt og þeir séu ný búnir að finna upp hjólið.
Apple eru misfljótir í hardware jámm
Það þarf samt ekki að vera vondur hlutur þó að þeir séu ekki með það allra nýjasta vélbúnaðarlega séð, þá eru meiri líkur á að þeir séu með eitthvað sem er búið að vera í gangi í einhvern tíma og er traust, þ.e. hefur sýnt sig og sannað með notkun.
Ég keypti mér ipod á sínum tíma og var hann og er bölvað rusl, það eina góða við kaupin vöru heyrnatólin sem fylgdu honum, þau voru ótrúlegt en satt rosalega fín.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.6.2010 kl. 00:28
@Jón Grétar: Jón, þú mátt ekki misskilja það sem ég er að meina. Ég er apple maður út í gegn og hef verið frá því að ég prufaði að skipta 2007. Hef líka verið með viftustýringar og alls konar í einhverjum risa háværum kassa :-) En ég var einmitt að segja það sem þú sagðir líka, að maður vill ekkert hafa meiri vinnslugetu eða stærri örgjörva en þarf í svona mobile græjum, þar sem þá væri rafhlaðan ömurleg.
Græjan á bara að gera það sem hún er hönnuð til að gera vel og þá eru "flestir" sáttir. Það er rétt að Apple menn hafa verið snöggir að nýta sér suman vélbúnað en þeir hafa líka verið hægir með annan, þá aðallega kannski í þessum símabisness. Þeir bera hins vegar höfuð og herðar yfir samkeppnina þegar kemur að "user expirience" á þessum mobile tækjum, þar sem þeir hafa einmitt metnað fyrir því að leggja smá meiri vinnu í hlutina en bara það að gera "Start" takkann snertanlegan, ef þannig má orða það :-).
Jón Ingi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:33
Æji Apple er það ekki Mackintosh kallað Makki er viss um að það er fín græja í reikniforritakeyrslu ritvinnslu myndvinnslu en ef maður vill leika sér í helstu og öflugustu 3d leikjum þá er nú PC með vinningin ef maður rr með sæmilega stabillt stýrikerfi
Svo finnst mér eina Mackintosh sem eitthvað er varið í þetta frá Quality Street þetta í fjólubláu dollunum sem má borða Innihaldið úr :)
Hvíta draslið minnir mig alltaf á Ómskoðunartæki fyrir Barbie eða eithvað álíka
Ég er Með Nokia 5800 M Express og hann bara gerir allt sem hann á að gera og eftir update á firmware þá er hann alveg gallalaus og hann er þekktur fyrir að vera með bestu skjáupplausn sem fyrirfinnst í Farsíma og hann er Gunmetal svartur og tekur vídeó í góðum gæðum bæði framan og aftan en Myndavélin mætti vera betri er ekki nema 3.2 MPix minnir mig en Carl Zeiss linsan er vönduð
Í þennan síma fæ ég fjöldan allan af pökkum og forritum og get verið að gera margt í einu eftir uppfærslu þeas Multitasking sími og á meira en Helmingi af Verði Iphone sem tóku upp á að springa í Byrjun og brenna og slasa fólk en auðvitað geta allir átt við Byrjunarörðugleika og fæðingarhríðir verið langar og erfiðar en þegar Hilmar hér að ofan talar Illa um 5800 síman frá Nokia þá hefur sá sími ekki enn valdið neinum Líkamstjóni en viðurkennt er að Firmware hans var gallað í upphafi og eru komnar Uppfærslur á það sem laga símann og gera hann eins og huga manns en hann sprakk þó ekki framan í fólk eða brenndi bíla þess :) Nei það gerðu fyrstu tvær Kynslóðir af Iphone hressilega og svo er annað sem sýnir hvað Apple er Ömurlegt fyrirtæki það er ekki hægt að kaupa þessa hluti lengur nema gegnum Kreditkort sem er firra og sýnir að þið sem standið og dýrkið apple eruð svona eins og Dúkkurnar í Krabbakassanum í Toy Story lítið á Apple sem einhvern guð sem þið tilbiðjið en þetta er bara skítacompaný sem er stórt í aðild innan AGS og fóðrar og elur á Kortanotkun frekar en að menn noti alvöru Peninga
Talandi um Nokia 5800 og Plastið he he hvað þá með Apple og Plast Peningana þeirra Já Sæll eigum við að ræða þetta eitthvað
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:36
Hilmar, iPad er alls ekki "glænýr flokkur spjaldtölva", breska tölvufyrirtækið Acorn Computers sendi frá sér þessa prótótýpu sem notuð var í dálítinn tíma í m.a. Barcelona, hugmyndin var fyrst og fremst fyrir dagblöð þar sem internetið og vefurinn var ennþá glænýr - þessi vél var með snertiskjá, ca. A4 að stærð, 8MB minni, stækkanlegt í 256MB og ýmislegt fleira góðgæti, já og þetta var árið 1996.
Gulli (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 06:54
Ætlaði að segja að "internetið var ennþá glænýtt fyrir flestum" - það er að sjálfsögðu mikið eldra en vefurinn.
Gulli (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 07:01
Jáhh... Rólegur á bullinu Halldór. Sama hvað þig langar að hlutirnir séu þá eru Apple einfaldlega þekktir fyrir gott customer service. Og eru með hæsta "customer satisfaction" í bandaríkjunum. Þannig eru staðreyndirnar. Ef að hlutirnir eru öðruvísi í þínum kolli þá kallast það draumaheimar.
En sniðugt hjá þér að reyna snúa við bílamyndlíkingunni. Verst að hún meikar ekkert sens líkt og annað hjá þér.
Ég prufaði þessar PC Tablets þegar þær voru nýjar. Og þær voru crap þá, crap seinna og eru enn crap. Þetta var bara einfaldlega lélegt design. Sættu þig við það. Enda voru þær allgert failure frá öllum áttum.
Af hverju helduru að Apple seljist svona vel? Og áður en þú kemur með eitthvað "fanboi" bull og kjaftæði þá minni ég þig á að flestir iPod, iPhone og iPad eigendur eru Windows notendur. Þannig að það bull er bara ad-hominem kjaftæði sem teljast ekki til raka í raunveruleikanum.
Þannig að þetta er bara einfalt. Þú, for some strange reason, bara einfaldlega hatar Apple. Það er bara þannig. Þú hefur ekki beitt fyrir þér neinum rökum sem eiga við í raunveruleikanum. Ég mun seint skilja svona hegðun. Ekki hata ég Microsoft svona og þarf ekkert að kalla alla þá sem kaupa alltaf nýjasta windowsið "fanboys". Þetta hlýtur bara að vera einhverskonar geðveila þetta ótakmarkaða hatur.
Stórundaregur andskoti.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 07:48
Jón Gretar; Þú segir:" Jáhh... Rólegur á bullinu Halldór. Sama hvað þig langar að hlutirnir séu þá eru Apple einfaldlega þekktir fyrir gott customer service. Og eru með hæsta "customer satisfaction" í bandaríkjunum. Þannig eru staðreyndirnar. Ef að hlutirnir eru öðruvísi í þínum kolli þá kallast það draumaheimar."
Ég er ekki í nokkrun vafa um að það sé frábær þjónusta hjá Apple í Bandaríkjunum, en við eru á Íslandi og kommentin hér á undan sem varða þjónustu Apple eiga við um ísland en ekki Bandaríkin. Skoðun margra ágætra viðskiptamanna Apple er að þjónusta Apple á íslandi sé hreinlega afleit og stundum hreinlega varla til staðar fyrir marga sem hafa m.a. brennt sig á kennitöluflakki þeirra sem þjónusta Apple.
Finnur (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 08:45
Enda er ekkert til neitt Apple á íslandi. Ég fer ekki að segja að Dell sé með lélega þjónustu og fari illa með viðskiptavini vegna slæmrar reynslu hjá EJS.
Ég er bara orðinn þreyttur á að sumir Windows notendur virðast halda að þeir megi vera með hvaða dónaskap sem er. Ég hef meira að segja lent í því að gaurar sem ég veit ekkert hver eru vippi sér upp að mér og fari að tala um hvað tölvan mín sé crap og hvað það séu bara "fanboys" sem að kaupi Apple. Ég vippi mér ekkert að PC notendum og dissa þá. Enda engin ástæða til. Windows 7 er fínasta stýrikerfi og lookar vel. Windows er bara ekki nógu gott í tablet tölvur.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 09:15
Það er ótrúlega gama að sjá hve mikið fólk vill tjá sig ef maður talar með eða á móti apple vörum, að sjáfsögðu hefur fólk sína skoðun og verði þeim vel af henni, ég hef ekkert vit á apple vörum væri svo sem alveg til í mac os laptop svo ég gæti keirt þrjú stýrikerfi, en það sem ég þekki af mac os þá virðist það ekki vera fyrir mig en það er samt ástæða að stórir hópar fólks heldur ekki vatni yfir þeim.
Annars var ég bara að skrifa þetta til þess að fá viðbrög, takk fyrir.
Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2010 kl. 09:20
Jáhh... Rólegur á bullinu Halldór. Sama hvað þig langar að hlutirnir séu þá eru Apple einfaldlega þekktir fyrir gott customer service.
Það breytir því ekki að mín reysnla af customer service hjá þeim er ömurleg.
Ef að hlutirnir eru öðruvísi í þínum kolli þá kallast það draumaheimar.
Á ekki það sama við um þig?
Af hverju helduru að Apple seljist svona vel?
Líklegast af því að þetta er inn, það er búið að hypa þetta upp, apple menn eru mjög góðir að selja sína vöru, þess vegna selst það vel.
Og áður en þú kemur með eitthvað "fanboi" bull og kjaftæði þá minni ég þig á að flestir iPod, iPhone og iPad eigendur eru Windows notendur.
Hvað kemur það málinu við, þú ert búinn að segja það sjálfur að þú ert fylgjandi apple vara og það er ekkert að því, ef þessar vörur virka fyrir þig þá er það bara hið besta mál, þú þarft ekkert að skammast þín fyrir það.
Ég prufaði þessar PC Tablets þegar þær voru nýjar. Og þær voru crap þá, crap seinna og eru enn crap. Þetta var bara einfaldlega lélegt design. Sættu þig við það. Enda voru þær allgert failure frá öllum áttum.
Ég prufaði mac fyrir 7 árum þær voru crap þá, crap seinna og sú vél er ennþá crap í dag. Eins og ég sagði, það var fyrri 7 árum, ef eitthvað var crap þá, þá er það ekkert betra í dag.
Hvað varðar hugbúnaðinn sem var á þessu tæki þá er ég þér alveg sammála, hann var bara ekki hannaður til að virka með þessu tæki og hefði aldrei átt að vera í því tæki, en stýrikerfið er ekki eini hluturinn í tækinu.
Þetta hlýtur bara að vera einhverskonar geðveila þetta ótakmarkaða hatur.
Hvernig væri nú að slaka aðeins á, ég er að lýsa minni reynslu á þessu fyrirtæki og þeirra vörum, og sú reynsla er ekki góð og það er ekki að fara breytast bara af því að einhverjar tölur yfir customer satisfaction eru góðar einhverstaðara í fjarskanistan.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.6.2010 kl. 09:38
Jæja gott fólk, þetta hefur verið hin skemtilegasta lestning, það er greinilega allt við það sama í tölvuheimum, þetta flokkast sjálfsagt seint undir rökræður, frekar trúarbragða deilur. En þannig hefur þetta verið frá því ég keypti mér fyrstu pc tölvuna, sem mun hafa verið ca 1983. En þá var líka til Mac, við pc fólkið sögðum þá að það væri ekki hægt að nota Mac í annað en að henda innvolsinu og nota græjuna sem rafsuðuhjálm :-)
Þá hafði maður gaman að þessu, trimmaði til config.sys-a og autoexex.bat-a, við vorum 5 á #iceland (er ircið til enþá) og módemið mitt var ofsa oflugt, 2400baud, ef ég man rétt. Og "blue-box" það heitasta, notuðum við ekki X-25 í þá tengingu?
Svo fer áhuginn annað, og maður velur sér þau tæki og tól sem manni henntar best til daglegra nota, það tók mig reyndar nokkurn tíma að lostna úr viðjum vanans og fara yfir í Mac, en ég verð nú að segja að mér henntar sá búnaður mun betur en PC-rapið, sem í raun var sífellt til vandræða.
Hvað "spikið" varðar þá kemur mér það eiginlega ekki við lengur, þetta gerir allt sem ég þarf, og sjálfsagt rúmlega það, en mér líkar notendaviðmótið á mac svo mikið betur en win.
Hvað varðar notenda aðstoð Mac verð ég að hrósa þeim í hástert, a.m.k. er það þannig í henni Ameríku, að þar er allt gert fyrir viðskipta-vininn, og mikill munur á eða hjá þeim sem selja pc. Eg hef bara ekkert þurft á þeim að halda á Íslandi, sem segir kannski nokkuð um gæði tækjana.
Vel má vera að pc hennti ungum tölvunotendum betur, mér er sagt að þær hennti betur til tölvuleikja og annrs slíks, tölvuleikir hafa hinnsvegar verið bannvara í mínum tækjum, svo ég þekki ekki til þar.
En í endan skal upphafið skoðað, þegar kemur að því að ég þarf nýjann síma, þá verður iPhone fyrir valinu, það hef ég lært af iPod græjuni minni :-) þetta er nefnilega svo mikið meira en bara sími, eiginlega lít ég svo á að síminn sé þægileg aukageta í þessu frábæra tæki. Ég hef td fundið talsvert af forritum fyrir iPhone, sem hennta mér mög vel í mínu starfi.
Bestu kveðjur frá trúleysingja og fyrrverandi tölvunörd ;-)
PCrap (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 11:12
ROFL..
minns betri en þinns... Þvílík börn þið eruð.
Þetta er akkúrat það sem Apple stílar inná...
AFB (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 11:22
PCrap toppar þetta alveg, hann tjáir okkur að hann sé löngu vaxin upp úr öllu trúarbragða bulli varðandi tölvur en líkur svo pistli sínum trúarjátningu til Jobs.
Guðmundur Jónsson, 8.6.2010 kl. 12:34
Finnst þetta nokkuð skondið.
http://www.youtube.com/watch?v=FuYkH60w4Ns
Stefan (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:58
Apple hleypir bara forritum sem þeir samþykja í t.d iPhoneinn. Ef MS gerði eitthvað svipað yrðu þeir kærðir til heilvítis. Hef bara aldrei heyrt um nokkurt fyrirbæri sem lætur sér detta í hug að gera svona.
Þetta er góð grein, fjallar um hvernig Apple fans taka ekki gagnrýni á Apple vörur.
http://www.tomshardware.com/news/apple-ipad-ipod-iphone-fanboy,10198.html
Ég er hinsvegar sammála að markaðssetning og öll hönnun frá Apple ber af.
En þeir bera líka af með græðgi og fasistahátt í stýringu á öllum vörum frá þeim.
Teitur Haraldsson, 8.6.2010 kl. 12:59
Ég held að það fari eftir því hvaða forrit menn vilja nota og hvaða user-interface menn vilja, hvort þeim finnist apple eða pc betra. Það er ekkk hægt að tala um að hardware-ið sé betra eða verra hjá örðum hvorum þar sem það er notað sama harware-ið. Jú svo er betra að spila leikji á pc.
Mér finnst þægilegast að vinna á Pésa. Aftur á móti ber apple höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur þegar kemur að litlum portable tækjum. Fartölvurnar og símarnir eru bara hreyn snilld, ég á eftir að skoða ipadinn en ég held að þar sé komið enn eitt portable tækjið frá apple sem á eftir að heilla mig.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 13:05
og gleimum ekki ipodinum. En annars er ömurlegt hvað apple er dýrt og það okrað á fólki. Þeir geta það afþvi að applefans kaupa apple sama hvað það er og hvað það kostar. Þeir eru búnir að heilaþvo notendur, sem er náttúrlega bara snilldar businessplan.
Bjöggiq (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 13:07
Nenni ekki að lesa öll commentin,
en stærsta "tæknistökkið" hvað nýja iPhoneinn varðar er að ICB borðið í símanum er miklu minna en þekkist í farsímabransanum og því er meira pláss fyrir aukadót einsog betri myndavél og batterý.
Restin af "tækniundrunum" í símanum er allt "gamalt" og til staðar í einni eða annarri mynd í öðrum tækjum, bara sett saman hérna í eitt tæki.
Hvað eldgamla HP tabletið og iPad varðar þá er hardware specclega séð gamla HP Tabletið superiour en það var meira bulky en iPad, Snertiskjárinn á honum var ekki multi-touch og var þekktur fyrir að vera ónákvæmur og stock stýrikerfið (Windows XP) var ekki nógu "sneddý" fyrir tækið. Hvað stýrikerfið varðar þá hefði það bara verið vesen fyrir venjulega notendur, Windows Power Users hefðu hvorteðer "moddað" kerfið til að virka fyrir þá og aðrir nördar hefðu örugglega sett eitthvað annað stýrikerfi upp (linux wink wink)
Jóhannes H. Laxdal, 8.6.2010 kl. 13:57
Apple vörurnar og hugmyndafræðin eru trúarbrögð í hugum margra, ekkert annað.
Háværa Apple fólkið er uppbyggt svipað og pólitíska rétttrúnaðarliðið, yfirleitt vinstri menn, þeir hafa uppgötvað SANNLEIKANN og ekkert, hvorki rök, vond reynsla af Apple vörum eða dýrar vörur fær haggað því.
Vinstra rétttrúnaðarliðið hefur USA/Ísrael sem illa samnefnarann, á sama hátt og Apple rétttrúnaðarliðið hefur Microsoft sem vonda samnefnarann.
Ég er PC maður, en samt ber ég mikla virðinu fyrir Steve Jobs, ég tel hann í raun vera snilling. En enga virðingu hef ég fyrir hinum háværu fylgismönnum hans.
Apple (tölvurnar)eru eflaust fínustu vélar, en mér finnst þær bæði dýrar og óþægilegar í vinnslu.
En öll erum við ólík og það sem mér finnst best finnst öðrum slæmt.
Það er bara þessi cult ímynd sem háværa Apple liðið ber með sér, sem fer í taugarnar á mér...
runar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 18:29
Trúarbrögð? Algerlega! Þegar ég las fyrstu tvö kommentin við þessari færslu, hristi ég hausinn. Það er ekki hægt að ræða próduct frá Apple án þess að sumir missi sig (og hinir sömu hafa yfirleitt litla hugmynd um hvað er að gerast og hefur verið að gerast í tölvuheiminum... LED flash... nýjung?!). Alveg rétt hjá þér Rúnar.
Þetta komment btw er skrifað á macbook pro (sem ég nota yfirleitt til þess að tengja mig við Windows7 desktop vélarnar mínar uppi í vinnu ;))
tommi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 01:14
Apple keyrir á markaðsfræði sem heitir Boomy og er sama aðferðafræði og Stjörnunar nota við að kynna sínar vörur fá eitthvað rosa hit og selja það og það selst og svo eiga allir að stökkva uppfærslurnar eða nýrri línur.Herbalife er selt nánast á sömu tækni vestan hafs þó svo að hér sé hún seld undir píramídamarkaðssetningu
En kaninn er háður neyslu og Boomy Marketið er öflugt þar gætuim kallað þetta á góðri Íslensku Múgsefjunarmarkað :) virkar svipað og Íslensku þingflokkarnir það eru stór loforð en innihaldið ekkert :)
http://techcrunch.com/2010/05/26/apple-microsoft-market-cap-2/
Apple er ágætt og MS er Ágætt en það er líka fullt af öðru ágætu stöffi sem er líka betra en kemst ekki inn á markað vegna Múgsefjunaráhrifa
Guðmundur (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:28
Furðulegt að vera að þræta um þessa hluti, bara eins og að þræta um hvor nautakjöt sé betra en lambakjöt. Þetta er mest megnis smekksatriði, fínir hlutir frá mac og örugglega fínir hlutir frá framleiðendum PC tölva og MS fyrir þá sem VELJA það. Er reyndar Mac maður sjálfur, en það kom upp út af því að ég var bara orðinn yfir mig þreyttur á windows og var kominn á tíma með að skipta um tölvu og fór yfir í mac.
Makkinn minn er ekki fullkominn en heilt yfir þá er hann að gera það sem að ég vil að hann geri fyrir mig mun betur en PC tölvan sem ég á. Svo benda menn á þjónustuleysi Apple, það getur vel verið og er örugglega rétt en hins vegar er það bara þannig að það er léleg þjónusta yfir höfuð á íslandi ekki bara við Apple vörur. Ef þú átt tölvu þá ertu on your own það er bara þannig.
Þið MS og PC menn, slappið aðeins af í þessu fanboy bulli, þið margir hafið ekki einu sinnu prófað mac. Við makka menn, við skulum líka slaka aðeins á.
Karl (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:38
Vel mælt Karl.
Öll höfum við okkar uppáhalds vörur, vörur sem okkur finnst vera bestar, það þýðir þó ekki að hinar vörurnar séu drasl.
Allar vörur hafa sína kosti og galla.
runar (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 11:43
ekkert verra en fanboyism... nema... kannski blint hatur.
iPhone hefur sína kosti og sína galla. ef fólk sér það ekki þá er það blint.
Úlfur (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 13:14
Áberandi hversu margir tala um að Apple sé með lélega viðgerðaþjónustu. Skýringin er ósköp einföld: Apple á Íslandi var (og hefur lengi verið) í algjöru fokki.
Persónulega er ég Apple-aðdáandi upp að vissu marki; vörurnar eru vel hannaðar, ekki bara útlit heldur öll uppsetning; iPodinn minn er nánast límdur við mig. Hugsanlega er það vegna þess að þegar ég var að læra að nota tölvur var samanburðurinn sem ég hafði annarsvegar tölvan sem var til heima, Macintosh Performa, og svo Win95 vélarnar í skólanum, sem ég held að jafnvel hörðustu pésamenn hljóti að fallast á að Makkinn vinni hands down - og það þó Performa 5200 hafi verið kölluð versta Macintosh tölva frá upphafi.
Þetta breytir því samt ekki að Apple, eins og langflest önnur stórfyrirtæki, er tilfinninga- og samviskulaus risi sem mun éta börnin okkar ef við pössum okkur ekki
Þessi grein er skyldulesning fyrir alla sem nota tölvur, hvort sem þeir eru makkamenn eður ei, svo ég linka á hana aftur: http://www.cracked.com/article_18377_5-reasons-you-should-be-scared-apple.html
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.6.2010 kl. 10:30
Slappið af, Apple er orðið að trúarbrögðum... sem deyja þegar foringinn hrekkur upp af.
Svo er heldur ekkert pláss fyrir einokunarfyrirtæki eins og Apple í framtíðinni... :)
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.