27.5.2010 | 11:41
Þetta er ekki réttlátt
Ég þurfti að kaupa fartölvu um daginn, og það kom mér ekkert svo á óvart að það er ekki hægt að kaupa fartölvu á íslandi án þess að borga fyrir stýrirkerfi. Ég nota Linux og hef engann áhuga á mac os eða windows sem ég tel óæðri og í alla staði vond stýrikerfi, það fyrsta sem ég gerði eftir að ég gafst upp á að leita af vél á stýrikerfis eða með Linux var að formatera diskinn án þess að samþykkja skilmála microsoft og setja upp Ubuntu 10.04.
mér finnst það út í hött að ég sem ekki vil nota Windows þarf að borga microsoft yfir 18.000 krónur fyrir hugbúnað sem ég aldrei sé og hef engan áhuga á.
það stendur víst í skylmálum windows að ef maður samþykki þá ekki þá á maður að fá hugbúnaðinn endurgreiddann en enginn vill kannsat við það og maður gefst upp á því að reyna það.
Verðmæt epli raska ekki ró forstjóra Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jói
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll,
Ég held að maður geti keypt Dell-tölvur með Linux uppsett (veit reyndar ekki hvaða gerð af Linux). Svo EJS ætti að selja þannig tölvur, en reyndar er mjög líklegt að þeir selji einungis tölvur með Windows stýrikerfinu.
Kveðja,
Einar Óli
Einar Óli (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:47
sammála.
teddi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:48
Já, mig langaði að kaupa mér nýja asus eee netbook og setja upp Linux, þær koma bara með Windows 7 á Íslandi. Svo er svo skrítið að ef maður ætlar að kaupa þær erlendis án stýrikerfis eða með Linux, þá voru þær dýrari en ef þær voru með windows.
Svo er spurning hvort þetta séu ekki einhverskonar brot á samkeppnislögum að vera neyða windows svona á mann, MS var nú sektað fyrir að neyða internet explorerinn upp á mann.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:55
Eins og Bjöggi segir, kæmi mér ekki á óvart að hægt væri að gera mál úr þessu. Vonandi hefur einhver tíma og löngun til að kynna sér málið betur.
Jón Flón (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 13:29
Þegar þú kaupir tölvu með Windows frá stærri framleiðendur eins og Dell og HP þá er ýmis konar hubúnaður á henni. TD. Java, Antivirus Trial, ýmiskonar toolbars og fleira. Framleiðendur þessa forrita greiða Dell og öðrum stærri fyrirtækjum fyrir að setja þessi forrit með tölvunum. Þessi forrit greiða fyrir Window og oft gott betur. Þess vegna ef Dell gefur út tölvu án Windows þá er tölvan ekkert ódýrari.
Huglaus (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 14:42
Málið er ekki peningarnir eins mikið og sú staðreind að Microsoft fær borgað fyrir ekkert.
Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2010 kl. 15:07
Ég hef notað Mac OS X, Windows XP/Vista/7 og Ubuntu.
Ég er persónulega langhrifnastur af Mac OS X, en ég hef notað Mac OS síðan '94 þegar það hét Mac OS 7. Svo ég er búinn að festa ansi sterkar rætur og erfitt að yfirgefa allt forritasafnið ef ég skyldi á annað borð vilja skipta.
Eina skiptið sem ég hef lent í vandræðum með OS X var einmitt í tölvunarfræðinni uppi í HR... Það er einfaldlega alls ekki sniðugt að reyna að keyra Microsoft Visual Studio (sem hefur 1GHz í min processor req.) undir emulation á 1.5 GHz G4 örgjörva. Hefði tölvan mín verið fimm ára eða yngri, þá hefði ég auðvitað getað keyrt það natively með Fusion eða Parallels.
Þá fór ég og keypti mér notaða Medion tölvu á tíuþúsund kall og setti XP á hana. Þetta virkaði svo sum fínt, ég var með Trend Micro á vaktinni sem reyndar hægði alveg hræðilega mikið á vélinni inn á milli en hélt mér öruggum... En svo, þegar ég var að vinna lokaverkefnið fyrir önnina þá fékk ég einhverja skaðræðis óværu á vélina sem hafði víst borist á milli tölva í skólanum með USB lyklum (allir að færa gögn varðandi verkefnin, stundum á milli hópa). Vírusinn gjörsamlega át tölvuna og hún ræsti sig ekki. Sömu sögu var að segja um a.m.k. fjórar aðrar tölvur í skólanum. Sem betur fer vorum við að nota Google Code svo tapið var lágmarkað hvað verkefnið varðaði, og þar sem þetta var aukatölva var ekkert persónulegt tap heldur. En nokkrir misstu mikið af tilfinningalega verðmætum gögnum þrátt fyrir að hafa getað reddað einhverjum pjöttlum með gagnabjörgunarforritum.
Ég hef haft gríðarlegan varnagla á XP eftir þetta og fannst óþarfi að endurnýja Trend Micro áskriftina.
Á næstu önn kynntist ég svo Ubuntu. Við áttum að setja það upp á virtual machine, sem ég gerði og varð strax mjög heillaður af kerfinu og áður en ég vissi af var ég farinn að nota emulatorinn meira en Windowsið. En hefði ég sett það upp sem aðalstýrikerfið, þá hefði ég lent í sama bobba og ég hafði áður verið í með Mac OSið og Visual Studio forritið. Dual Boot var möguleiki en það er svo lítill harður diskur í þessari tölvu að mér fannst ekki ráðlegt að skipta honum niður.
Nú þegar ég er ekki lengur í HR og þarf ekki Windowsið langar mig alveg ofboðslega að setja Ubuntu inn á þessa Medion tölvu mína og ég gerði heiðarlega tilraun til þess um daginn, en það bara neitar að virka. Autorunið virkar og instalerinn byrjar að malla í random langan tíma áður en skjárinn fer í rugl (skjákortið ekki supportað?) og ég er nokkuð viss um að tölvan frjósi í kjölfarið, en það er erfitt að segja því ég sé ekkert á skjáinn. Ég er sem sagt hrifinn af Ubuntu, en hef ekki fengið neinn almennilegan sjéns til þess að prófa það nema undir emulation. :(
Um daginn ætlaði ég svo að setja Windows 7 inn á eins árs gamla Asus tölvu fyrir tengdó. Ég keyrði svona tjékk forrit sem athugaði hvort hardware-ið á tölvunni væri ekki örugglega supportað og jú, það gaf mér grænt ljós á þetta. Installið gekk ágætlega fyrir sig en þegar ég endurræsti í lokin fóru að koma upp alls konar villur... skjákortið ekki supportað og netkortið ekki heldur og engir driverar til neins staðar. Downgrade eða Lan kapall fyrir tengdó, húrra Windows. :/
Listinn hjá mér er sem sagt í þessari röð: Mac OS X -> Ubuntu -> Windows (sama hvaða útgáfa).
Alliat (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 17:19
@Alliat
Það er ekki Microsoft að kenna þó Asus sökki og nenni ekki að uppfæra driverana sína.
Atli (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:54
Þótt ég sé sammála Alliat að flestu leyti, og hef álíka sorglega reynslu af Windows, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að það sé fáránlegt að ekki sé hægt að kaupa tölvu án stýrikerfis.
Benedikt D. Valdez Stefánsson, 27.5.2010 kl. 19:46
Ég hef keypt þónokkrar tölvur í gegnum tíðina, jafnt fyrir mig og aðra. Einkum verslað við Tölvulistann, en þó meira af Tölvutek með tilkomu þeirra. Í hvert sinn sem ég hef ekki þurft á stýrikerfi að halda, hef ég fengið tölvuna afgreidda án þess, og með verðlækkun samsvarandi verðmæti stýrikerfisins. Þetta er e. t. v. ekki auglýst, en fyrrnefndar verslanir hafa brugðist vel við óskum mínum, og lækkað verðið samkvæmt þeim.
Sigurður Axel Hannesson, 27.5.2010 kl. 20:35
Sigurður, var það þá á fartölvu, ég veit að það er ekkert mál að fá eða setja saman borðtölvu án stýrikerfis, en þeir hjá Tölvulistanum vildu ekki selja mér fartölvu án stýrikerfis.
Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2010 kl. 21:09
Annars væri Mac os í lagi, að mínu takmörkuðu reynslu, en málið er að það er svo lokað, helsti kostur Linux er hve opið allt er þú getur til dæmis breitt skjámyndinni þannig að það líti alveg eins út og mac os eða Win 7 xp eða jafnvel tölvanna í star trek þáttunum, svo er allt ókeypis, þó hægt sé að kaupa lokuð forrit líka.
Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2010 kl. 21:15
ubuntu er án ef eitthvað það mesta rusl sem ég hef sett upp á tölvurnar mínar, hef sett það upp í þrígang á mismunandi tölvur og í öll skiptin hefur það verið hryllingur. Allt hægvirkt, ekkert virkar, fraus bara þegar því hentaði.
Stundum finnst þeir sem dásama Linux bara vera að því vegna þess að þá tilheyra þeir þessari svölu grúppu sem nota Linux, og eru elite.
TT (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:17
Fartölvu fékk ég einu sinni án stýrikerfis hjá Tölvutek. Sennilega má ég þakka það heppni og örlitlum kunningsskap vegna umtalsverðrar verslunar. En ég hef lent í vandræðum með það í seinni tíð, þar sem heildsalarnir fá gripina tilbúna með öllu frá framleiðendum. Verslanirnar borga framleiðendum fyrir stýrikerfisleyfið, og fá það áreiðanlega ekki endurgreitt, þó svo þeir selji tölvuna án þess.
Ég áfellist í það minnsta ekki verslanirnar hérlendis, heldur framleiðendur sem ofurseldir eru þessum markaðsráðandi einleikurum.
Sigurður Axel Hannesson, 27.5.2010 kl. 22:20
Svo er Microsoft ekki að neyða einu né neinu upp á fólk, ekki frekar en Apple er að neyða upp á þig MacOs þegar þú kaupir þér Apple tölvu.
TT (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:20
Sammála þetta með að neyða menn að kaupa Windows með tölvum sem er fáránlegt, þó er það vissulega rétt eins og einhver benti á hér að ofan að allt snýst þetta um peninga, þ.e.a.s. öll þessi fyrirtæki sem borga framleiðendum formúgu til að fá að setja upp, oft á tíðum rusl-hugbúnaði sínum.
Ég er persónulega notandi á Windows og Ubuntu, er mjög hrifin af báðum. Ég er þannig notandi að það skiptir mig ekki máli hvað stýrikerfi ég nota þar sem ég hef sett upp tölvur milljón sinnum og veit vel hvaða service-ar eiga að vera í gangi og hvað ég þarf að nota í vélinni (sennilega þess vegna sem ég er ekki Windows hatari). Þess vegna geri ég lítið mál úr því að nota Windows (nota bene, ég nota aldrei vísurvörn á Windows án vandræða). Ég er ekki sammála þeim sem var með skítkast út í Ubuntu því það stýrikerfi er að mínu mati alveg frábært.
Til að botna þetta, þá nota ég Windows 7 mest í dag og þykir mér það frábært stýrikerfi. Ég skil ekki af hverju fólk er að ata auri á Windows, kunna þeir nokkuð á tölvur þeir sem tala svoleiðis?
Sorrí ef ég móðgaði einhvern með þessum ummælum mínum
Garðar Valur Hallfreðsson, 28.5.2010 kl. 09:46
@TT: Fyrri staðhæfing þín lýsir reynslu sem ég hef bara aldrei heyrt um. Seinni staðhæfingin er líklega eitthvað það mesta bull sem ég hef heyrt. Sérstaklega varðandi Apple og Mac OS. Ég segi oft að ég viti ekki um neinn mann sem HATAR kúnnana sína jafn mikið og Steve Jobs. Apple einmitt neyðir þig til að kaupa stýrikerfið (það er með öllu ómögulegt að komast undan því, kaupirðu vélbúnað frá þeim) og gengur meira að segja skrefinu lengra og gerir notandanum ákaflega erfitt fyrir ef hann langar að skipta um stýrikerfi. Ég held ég þurfi síðan ekki að tala um algjöra skerðingu á frelsi notandans þegar kemur að öðrum tækjum frá þeim; iPod, iPhone og iPad. Apple (ásamt Microsoft) er síðan stuðningsaðili við hverskonar DRM frelsissviptingar á hverskyns stafrænu efni.
En að öðru.
GNU/Linux stýrikerfið er frjáls hugbúnaður. Stýrikerfi samsett af kjarna og aragrúa notandahugbúnaðar sem virðir frelsi notandans. Séreignahugbúnaður virðir frelsi notandans alls ekki.
Sjálfur hef ég notað GNU/Linux stýrikerfið nær eingöngu síðan 1998, fyrst og fremst vegna þess að ég vil vera frjáls en ekki síst af þeirri einföldu ástæðu að mér finnst stór hluti frjálss hugbúnaðar einfaldlega betri. Linux kjarninn finnst með mun betur hannaður (og margfallt betur viðhaldið) en hvaða séreignakjarni sem ég veit um. NT kjarninn bliknar í samanburði (og allar umræður um VMS í þessu samhengi er bull úr lausu lofti gripið, ég get ekki séð að í dag sé nokkuð skylt á milli þessara kerfa annað en einn/fáir einstaklingur/ar sem stóð(u) að fyrstu hönnunarskjölum).
Ég vísa á nýlega bloggfærslu mína um frétt í sama flokki á mbl.is.
Jóhann Friðriksson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 10:50
Reyndar held ég að ég hafi lesið að kjarni win 7 sé svo til nýr og minnkaður frá vista úr um 250 mb í um 50 en til samanburðr er Linus 2.6.xx kjarninn eitthvað um 10 mb og kóðinn sjálfur (bara ms veit hve kóðinn á nt er stór) er um 25 mb, en samt stabilli og hraðvirkari.
Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2010 kl. 11:27
@Alliat, það er mjög algengt að Mac notendur lendi í vandræðum með drivera þegar þeir eru að setja upp windows, sérstaklega á fartölvur, þá þarf maður að eiga alla drivera sjálfur. Maður lendir ekki í þessum vandræðum með Mac, af því að það er bara til eitt skjákort og einn örgjörvi og eitt vinnsluminni fyrir mac fartölvur.
Svo er búið að bæta Trend Micro, það hægir ekki jafnmikið á tölvum og áður.
Annars eru Mac góðar í sérhæfð verkefni sem Steve Jobs er búin að búa til lausnir fyrir, aðra hluti ekki. Windows og Linux gefa meiri möguleika á sveiganleika og að þróa hluti sjálfur, eitthvað sem Steve Jobs er á móti, því það þýðir færri dollara handa honum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:37
@Jóhann Friðriksson: Það er einmitt það sem ég punkturinn sem ég var að benda á, fólk segir að Windows sé "neytt upp á fólk", en brosir svo út að eyrum þegar það kaupir sér Apple tölvu, MacOs þá neytt upp á fólk. En það er allt í lagi því Apple er svo "lítið og sætt og ég hugsa öðruvísi".
Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá held ég líka að fólk dásami Linux vegna þess að það er svo kúl að tilheyra þessari elítu sem notar Linux.
Það er ekki minna vesen á Linux, það er meira vesen ef eitthvað er.
TT (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:55
@Bjöggi, Driverarnir fyrir tölvuna hjá tengdó voru alveg til, en bara ekki fyrir Windows 7. Ég skil ekki af hverju W7 Compatibility test hugbúnaðurinn lét mig ekki vita af þessu, hélt að hann væri einmitt að gá að nákvæmlega þessu vandamáli. Annars hef ég lítið út á sjöuna að setja miðað við þau skipti sem ég hef prófað hana. Stabíl, örugg (miðað við fyrri útgáfur) og loksins fallegt viðmót. En hún er líka frek á resources svo það er best að vera ekkert að hugsa út í það að setja það upp á tölvur eldri en 2008 eða kannski megatölvur frá 2007.
Það eru mörg skjákort í gangi fyrir Apple tölvurnar hverju sinni. Það koma ný með hverri línu. MacBook hafa ekki sömu skjákort og MacBook Pro og MBP hafa ekki sömu og Mac Pro. Stýrikerfið styður líka skjákort tölva frá fyrri kynslóðum.
Ég veit ekki hvað þú ert að tala um varðandi lausnir sem Steve Jobs er búinn að gera ráð fyrir og hverjar ekki. Það er mjög gott úrval hugbúnaðar fyrir þetta stýrikerfi og ég hef ekki lent í vandræðum með neitt sem ég hef þurft að gera og ég er að gera alveg ótrúlega margt á tölvunni minni.
-P.s. Þetta var síðasta sumar sem ég var að nota Trend Micro, svo ef þeir hafa bætt ráð sitt, þá var það mjög nýlega.
Alliat (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 18:07
@Alliat: Þegar þú segir að W7 sé frekt á resources ertu þá að meina frekt á minni?
W7 er með fídus sem kallast "Super Fetch", það s.s. "lærir" á hvernig þú notar tölvuna og pre-loadar margt inn í minni áður en þú þarft að nota það.
Ef eitthvað forrit sem er ekki búið að hlaða í minni þarf meira minni en er til staðar, þá sleppir W7 minninu fyrir það tiltekna forrit.
Ónotað minni er sóað minni.
TT (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.