Veirur, ekkert vandamál

Fáðu þer linux og notaðu timan og peningana i annað en að leysa ur fjölmörgum vandamálum windos og mac os.  syrikerfið ókeypis, og allur hugbúnaður lika, kerfið er notendavænna, í flestum tilfellum, og vírusar ekki til.  skil ekki af hverju windos er svona vinsælt þegar það er vitað að það er lang versti kosturinn.

Lifi linux


mbl.is Zeus eflist enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög auðvelt að skylja af hverju linux er ekki vinsælla. Næstum allir pc tölvuleikir eru gerðir fyrir windows og það er ekki hægt að spila þá í linux.

Óli (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 04:17

2 Smámynd: Atli Þór Jónsson

@Óli.

http://appdb.winehq.org/

You were saying?

Atli Þór Jónsson, 22.4.2010 kl. 05:22

3 identicon

Þetta er barnaleg umræða. Ég hefði haldið að "tölvunarfræðingur" ætti að þekkja kosti og galla allra helstu stýrikerfanna. Umræða sem þessi hjálpar Linux ekki. Sjálfur er ég í tölvunámi og veit að öll stýrikerfi eiga rétt á sér. Ég hef reynt bæði Linux og Windows, en því miður ekki MacOS X, ég á ekki fyrir því. Þannig komst ég að því að Linux er langt frá því að vera notendavænna en önnur stýrikerfi. Þýðir það að ég noti ekki Linux? Nei, langt því frá. Mér finnst Linux vera langt fram úr öllum öðrum stýrikerfum þegar kemur að vefþjónum. Það er, þar til annað kemur í ljós, það sem ég keyri á mínum vefþjóni.

Það sem ég er að reyna að segja er að þú fræðir fólk jafn mikið með því að segja því að nota DOS. Þar eru engir vírusar lengur, það þótti mjög notendavænt og Microsoft gefur það núna frítt.

"Lifi linux"

Stýrikerfi eru ekki lifandi. Þau eru tól sem við notum til að sinna ákveðnum, og oft sérhæfðum, verkum. Sumir leika sér auðvitað og velja eftir því, oft Windows. Aðrir klippa bíómyndir og eiga það til að velja Makka, og flestir, já flestir, í vefþjónageiranum velja linux. Þetta er eins og að velja hamar; hvaða hamar finnst þér þægilegastur. Að halda öðru fram er fáránlegt, sérstaklega af manni sem titlar sig tölvunarfræðing.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 07:41

4 Smámynd: Atli Þór Jónsson

@Jóhannes

""Stýrikerfi eru ekki lifandi.""

Þetta er kolrángt. Það er mjög mikið líf í Linux. Open-Source samfélagið í kríngum Linux, og alla helstu partana af hinum ýmsu Linux útgáfum, er gríðalega öflugt og... lifandi, og Linux stýrikefrið sjálft endurspeglar það. Það myndi hver sem hefur verið partur af virku Open-Source samfélagi styðja.

Stýrikerfi eru að sjálfsögðu "tól" notuð í ýmis verk, en að lýkja því við hamar er eins og að lýkja internetinu við tvær dollur tengdar saman með strengi; það er fáránlegur samaburður.

""Þannig komst ég að því að Linux er langt frá því að vera notendavænna en önnur stýrikerfi.""

það eru margar mismunandi Linux útgáfur, margar notendavænni en aðrar. Ubuntu, til dæmis, er hannað fyrir almenna notendur, á meðan RedHat (og Fedora, að miklu leiti) er hannað fyrir Open-Source hönnuði. Og það eru mörg mismunandi "umhverfi" sem Linux getur keyrt á. Gnome og KDE eru þau vinsælustu, en það eru mörg, mörg önnur.

En ég get alveg verið sammála þér að Linux "getur" verið erfiðara en Windoze og Mac (enþá), en það eru líka kostir við það. Það hefur oft verið sagt að Mac sé notendavænast en takmarkaðast; að Linux sé erfaðast í notkun en fjölhæfast; og Windows sitji einvherstaðar á milli. Að vissu leiti þá er það rétt, en distro eins og Ubuntu gera þann mun að nánast engu, og hann er að minka mjög hratt. Þú "þarft" ekki að gera hlutina flóknari en þeir eru, og Ubuntu gerir hlutina mjög einfalda. (Ubuntu 10.04, sem er að koma út eftir nokkra daga, er VERULEGA gott, btw. Er að beta testa það núna og ég er mjög hrifin af því.)

Ég meina, ég setti upp Ubuntu fyrir foreldra mína, og þau geta notað það á nokkurra efiðleika. Allavega enga meiri erfiðleika en Windows. Það koma að sjálfsögðu up hin og þessi vandamál, en það er ekkert sem ég sé ekki með hin stýrikerfin líka. 

Atli Þór Jónsson, 22.4.2010 kl. 08:19

5 identicon

Ubuntu er snilld svo lengi sem ekkert klikkar :) Eða þú ert með hardware sem er ekki supportað...þá þarftu að vera linuxguru og vera duglegur í gamla góða terminal til að redda málunum með tilheyrandi veseni eins og að compæla kóða :)

TheDude (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 08:29

6 identicon

@Atli

Þetta er útúrsnúningur hjá þér varðandi open-source samfélagið, en ég skil hvað þú ert að fara. Sjálfur nem ég og stunda forritun og þarf því að velja það stýrikerfi sem mér finnst þægilegast. Það er einfaldlega rangt að velja sér kerfi eftir öðrum leiðum. Á sama hátt er rangt að kaupa sér hamar nema þér finnist gott að nota hann. Þar sem ég er forritari vill ég ekki þurfa að pæla í stýrikerfinu. Ég vil að allt virki þegar ég sest við tölvuna og það á að virka þar til ég stend upp frá henni.

Ég reyndi sjálfur að nota Ubuntu á fartölvuna og það þarf enginn að segja mér að Ubuntu er ekki enn á par við Windows sem almennt vinnsluumhverfi. Þetta er auðvitað persónuleg skoðun mín, á sama hátt og ég nota ekki annað en Linux á vefþjóna. Þess vegna set ég út á færsluna hans Jóhanns, og annarra, það er ekki eins og þetta sé ný umræða hjá honum. Viljirðu gera Linux hátt undir höfði er þetta kolröng aðferð. Hvers vegna ekki að skrifa góða grein sem leyfir fólki að taka meðvitaða ákvörðun? Ég myndi ekki slá á hendur foreldra minna ef þau bæðu mig um Ubuntu. Ég myndi heldur ekki þvinga þau til að nota eitthvað annað en Windows, enda eru þau vön því.

@TheDude

Það er kjarni málsins; Ubuntu er gott *ef* ekkert klikkar. Samkvæmt minni reynslu vantar enn góða drivera fyrir þráðlausu netkortin. Ég tel mig líka ágætan í terminal, en eins og ég sagði að ofan, þá sætti ég mig ekki við það að eyða tíma mínum í að laga eitthvað. Ubuntu er mjög gott í stöðugu umhverfi eins og vefþjóni þar sem þú getur í raun sett það upp og gleymt því síðan.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 08:46

7 identicon

@Jóhannes "þá sætti ég mig ekki við það að eyða tíma mínum í að laga eitthvað"

Hvað er ástættanlegt að eyða miklum tíma í að laga tölvuna sína?

Er óréttlætanlegt að eyða 4 klst í grúsk og pæling til að fá þráðlaust netkort til að virka?
Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það með því að spyrja áður en vélin er keypt, hvort vélbúnaðurinn í henni (þá aðalega wifi) virki með Linux.

Samanborið við alla vinnuna sem fer í að taka heildarafrit af windows druslu, öllum forritum og ég veit ekki hvað , strauja vélina, setja allt upp aftur (og reyna að hafa uppá eldgömlum serials fyrir hugunað sem var áður settur upp),  reyna að downloda öllum forritum aftur og setja þau upp, eitt í einu, púsla öllu saman, og kópera svo skrárnar til baka....
NOKKRUM-SINNUM á líftíma tölvunnar, þá eru nokkrar klukkustundir við erfiða uppsetningu ekki mikið fyrir mér.

Ég tala nú ekki um allt vesenið sem fylgir því að tæta sumar ferðatölvur í öreyndir, til þess að ná harðadisknum úr þeim þegar windows crashar. Það er jú hægt að nota Linux LIVE til að boota vélinni og afritana hana, hvaða sambærilega lausn hafa Microsoft þar?

Ég hef aldrei lent í neinu veseni með wifi á Ubuntu... önnur distró hafa verið meira til vandræða þar.

Og hvað áttu við þegar þú segir "Samkvæmt minni reynslu vantar enn góða drivera fyrir þráðlausu netkortin."
Um hvaða netkort, í fleirtölu, ertu að tala?

Pétur Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 10:19

8 identicon

tíhí.... alltaf jafn fyndið að sjá menn rífast um Linux og Windows...

Þetta er eins og að bera saman gönguskó og strigaskó, hvort um sig er hanað með ákveðið í huga en vel hægt að nota í eitthvað annað. Ég get til dæmis alveg farið í gönguskónum mínum í búðir eða á strigaskónum á fjöll, hið síðarnefnda er bara ekkert þægilegt.

Þú segir Atli að þú hafir sett upp Ubuntu fyrir foreldra þína og þau geti notað það án vandræða. Það er alveg frábært að heyra. Ég setti Windows upp fyrir foreldra mína og þau geta bara bjargað sér nokkuð vel miðað við fólk komið yfir sextugt. Pabbi til dæmis er maður sem notar 2ja putta fingrasetningu og þurfti nánast leiðbeiningar um það hvernig músin á að virka, hann gat sjálfur sett upp Mapsource fyrir Garmin tækið sitt og stillt það af án þess að ég þyrfti að koma þar að, auk þess sem sá gamli er bara orðinn nokkuð lunkinn í myndvinnslu með þeim hugbúnaði sem fylgir Office pakkanum ( laga birtustig, snúa myndum, setja inn watermark etc ). Þetta er bara allt spurning um að vilja læra og kynna sér það umhverfi sem verið er að vinna með hverju sinni.

Það að predika eitt stýrikerfi umfram annað er að mínu mati barnalegt. "Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!" er nokkuð sem að ég man eftir að hafa heyrt í leikskóla og svo eftir því sem að ég óx úr grasi fór þetta að snúast meira um "Stýrikerfið mitt er betra en stýrikerfið þitt!".

Veirur eru ekkert vandamál á Windows ef að þú ert ekki að þvælast á óæskilegum vefsíðum. Ég starfa í tölvugeiranum og hef gert í nokkur ár ásamt því að hafa verið sértækur tölvumaður fjölskyldu, vina og kunningja frá því það fréttist að ég hefði áhuga á tölvum fyrir rúmum 15 árum síðan. ALLAR tölvuveirur og annarskonar óværur sem ég hef hreinsað út hafa komið inn vegna þess að einhver var að skoða vafasamt efni eða í gáleysi opnað tölvupóst með .exe viðhengi.

Sjálfur keyrði ég heimilistölvuna mína í uþb 6 mánuði með Win7 RC1 án þess að setja upp vírusvörn. Það eina sem að ég geri á þeirri tölvu er að vafra á netinu og spila tölvuleikinn minn. Rétt áður en ég tók út RC útgáfuna og setti inn fulla útgáfu setti ég McAfee vírusvörnina upp ( Enterprise 8.7i m/Antispyware module ) og keyrði vírustékk. Það eina sem að tölvan fann var að VNC var uppsett á vélinni en McAfee er frekar illa við þann hugbúnað.

Linux er mjög gott stýrikerfi, en Windows er það líka ( Mac er drasl samt :P )

Kristinn (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:22

9 identicon

Pétur, við skulum róa okkur aðeins. Svona umræða virðist alltaf detta niður á lægra plan. Ég var einfaldlega að segja mína skoðun og þín skoðun er jafngild.

"Er óréttlætanlegt að eyða 4 klst í grúsk og pæling til að fá þráðlaust netkort til að virka?

Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það með því að spyrja áður en vélin er keypt, hvort vélbúnaðurinn í henni (þá aðalega wifi) virki með Linux."

Ég kaupi yfirleitt vélar með getu vélbúnaðarins í huga, en ekki hvort stýrikerfið styðji það. Vel má vera að ég sé orðinn vanur því að Windows virki á flestum vélbúnaði.

"Samanborið við alla vinnuna sem fer í að taka heildarafrit af windows druslu[...]"

Það er jafn óábyrgt að taka ekki afrit af Linux vél.

"og reyna að hafa uppá eldgömlum serials fyrir hugunað sem var áður settur upp"

Þetta er engum nema eiganda hugbúnaðarins að kenna.

"Ég tala nú ekki um allt vesenið sem fylgir því að tæta sumar ferðatölvur í öreyndir, til þess að ná harðadisknum úr þeim þegar windows crashar. Það er jú hægt að nota Linux LIVE til að boota vélinni og afritana hana, hvaða sambærilega lausn hafa Microsoft þar?"

Þessi setning opinberar vankunnáttu þína. Hvers vegna ættirðu að rífa harða diskinn út ef Windows fer til fjandans? Gerirðu það við Linux vélina þína? Ég vona ekki. Á öllum Windows diskum t.o.m. Vista hefur alltaf verið svokallað Windows Repair Console, sem að er skipanalína. Í Windows 7 var þessu breytt og nú er hægt að keyra upp létta útgáfu af XP (Windows Preinstallation Environment) beint af disknum.

"Ég hef aldrei lent í neinu veseni með wifi á Ubuntu..."

Ég, ég, ég. Þú ert auðvitað eini Ubuntu notandinn í heiminum. Ég tók það fram að um mína reynslu væri að ræða.

"Um hvaða netkort, í fleirtölu, ertu að tala?"

Tvö af þeim þremur sem ég hef reynt að setja upp. Annað þeirra er orðið nokkuð gamalt, 6 ára og er á fartölvu. Hitt er nýrra, þriggja ára Linksys kort, sem er á borðtölvu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:27

10 identicon

Helsta vandamálið er og verður notandinn...þó svo að hann skipti um kerfi þá tekur hann vandamálið með sér;
Hann verður kannski ekki fyrir jafn hörðum árásum.. í réttu hlutfalli við vindældir þess stýrikerfis sem hann fer á.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:08

11 identicon

@Kristinn fyrir "Veirur eru ekkert vandamál á Windows ef að þú ert ekki að þvælast á óæskilegum vefsíðum."

Flash er uppfullt af exploits, skemmtilegur máti til að dreyfa vírusum er að binda þá við flashtölvuleiki.
Er leikjanet óæskileg vefsíða?

Hvað þá um .pdf skjlaið sem Soffía frænka var að senda þér í email?

Útbreiðsla vírusa á Windows er ekki hægt að stöðva með því að einfaldlega hætta að skoða vefsíður.
Það má jú loka þannig á stóra smitgátt, en að takmarka sig við að skoða bara þekktar vefsíður er virkilega slæm forvörn, þar sem notendur eiga tilhneygingu til þess að vera kærulausir.

Þær veirur sem ég hef hreynsað, hjá fyrirtækjum, hafa flestar komið í gegnum tölvupósta.
Veirur eru EKKI bundnar við .EXE skrár, að segja slíkt er blót þar sem það villir fyrir um notandanum smitað: .exe, .swf, .scr, .bin, .vbs, .pdf, .bat

-------------------

 @Jóhannes

Það sýnir ekkert nema vanþekkingu hjá þér að þekkja ekki hina almennu vinnureglu; Að taka full backup af crashaðri vél ÁÐUR en nokkuð annað er gert við hana.

Ég man eftir mörgum tilvikum þar sem ég hef þurft beinann aðgang að harðadisknum.

Getur hið æðislega XP (Windows Preinstallation Enviroment) tekið raw afrit af skemmdu skráarkerfi yfir á annan miðil?'

Hvernig ætlarðu að útskýra fyrir kúnna, og standa lagalega frammi fyrir því að öll gögnin töpuðust vegna klaufavillu eða annara óvæntra atvika?

Pétur Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:25

12 identicon

DoctorE, þetta hefur ekkert að gera með markhópinn, Linux er almennt öruggara kerfi og mun erfiðara að skrifa fyrir það vírusa.

Pétur Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:30

13 identicon

Pétur: Þú prédikar um hve góðir Live diskar eru, kynnir mig fyrir þessu RAW afriti, en þarft samt að rífa diskinn úr. Furðulegt. Athugaðu það að ég er forritari; hef ekki mikla kunnáttu á vélbúnaði eða kerfisvillum, en mér finnst það samt furðulegt.

Getur WinPE tekið RAW afrit? Nei. Geturðu fundið forrit sem keyrir á WinPE og tekur RAW afrit? Já.

Þú getur sótt WinPE hér (http://www.microsoft.com/Downloads/details.aspx?familyid=696DD665-9F76-4177-A811-39C26D3B3B34&displaylang=en) frítt!

Því næst geturðu sett það upp á USB kubb, finnur forrit við hæfi (http://www.roadkil.net/program.php?ProgramID=22), og setur það upp á USB kubbinn. Svo er bara að ræsa upp með kubbnum.

"Hvernig ætlarðu að útskýra fyrir kúnna, og standa lagalega frammi fyrir því að öll gögnin töpuðust vegna klaufavillu eða annara óvæntra atvika?"

Það ætla ég ekki að gera, enda ekki mitt sérsvið.

Mér langar aðeins að svara því sem þú skaust að Kristni:

Þessi umræða passar mjög vel við XP. Með Vista kom UAC sem á að sía út forrit sem vilja fá aðgang að harða diskinum. Nei, vírusar koma sér ekki fyrir sjálfir; notandinn þarf að keyra hann upp, yfirleitt óviljandi. Svo ertu að gagnrýna Microsoft fyrir galla í forritum frá Adobe.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:46

14 identicon

"DoctorE, þetta hefur ekkert að gera með markhópinn, Linux er almennt öruggara kerfi og mun erfiðara að skrifa fyrir það vírusa."

Linux, Windows og MacOS eru jafn örugg og veikasti hlekkurinn, notandinn.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:48

15 Smámynd: Teitur Haraldsson

Veit einhver hvort þessi veira virkar á Íslenska banka?
Kemur ekki auðkennislykillinn í veg fyrir að það sé nóg að stela bara lykilorði?

Teitur Haraldsson, 22.4.2010 kl. 13:00

16 identicon

Teitur, þetta er einmitt eitt af því sem auðkennislykillinn átti að koma í veg fyrir. Ég held að heimabankarnir hér heima loki aðgangnum eftir þrjár tilraunir. Eftir það er lítið mál að hringja eða fara upp í banka og endurnýja aðganginn.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 13:03

17 identicon

UAC er sniðugt concept en það virkar ekki.
...notendur eru bombardaðir með uac popup og ýta á OK án þess að skilja hvað er að gerast.

Dæmi um hvenær UAC poppar upp:

a) Þegar flestir tölvuleikir eru ræstir á Windows 7 (gæti verið tengd 32bit emu á win7 64bit ???)

b) Internet Explorer kemur með request um installa ActiveX plugin, og svo UAC popuð , þegar reynt er að uploada ljósmyndum á Facebook. Afhverju í ósköpunum ætti að þurfa að gefa vefsíðu fullan aðgang að vélinni þinni?

c) UAC við að installa öllum forritum, sem gefur "setup.exe" fullan aðgang að vélinni meðan á uppsetningu stendur.

Á Linux er hægt að setja upp hugbúnað sem þú treystir ekki án þess að vera root, og keyra hann án réttinda (guest).

d) UAC þegar thirdparty hugbúnaður þarf að uppfæra sig, Firefox, Adobe, osfv... minnisstætt er þegar brotist var inná ftp þjóna hugbúnaðs sem ég man ekki hvða heitir fyrir nokkrum árum, og uppfærslan þeirra var exebinduð með vírus.

Pétur Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 13:13

18 identicon

Fyrir daga UAC bjuggust forrit við óþrjótandi admin réttindum og forritarar skrifuðu eftir því. Þess vegna getur verið að illa skrifuð forrit biðji um admin réttindi á röngum tíma. Málið er að allt sem fer fram í Program Files, Windows möppunni og möppum annarra notenda krefst admin réttinda, þ.e., kerfið birtir UAC glugga.

Varðandi punktana:

a) Ég spila ekki mikið af leikjum, en þetta hef ég aldrei séð gerast. Geturðu nefnt dæmi um leiki?

b) ActiveX var og er hræðilegt og hefur lengi verið þekkt fyrir öryggisholur. Er virkilega hægt að saka MS um að loka þeim holum?

c) Eins og ég sagði áðan þarf aukin réttindi til að breyta innihaldi í Program Files möppunni. Það er auðvitað frábært að Linux geti stjórnað réttindum einstakra forrita. Sjálfur hef ég aldrei gert það og hef ekki kunnáttu til þess.

d) Skrítinn punktur hjá þér. Þú lastar UAC og réttlætir það svo. En enn og aftur: ætlirðu að breyta einhverju utan þinnar heimamöppu (C:/Users/Notandi) þarftu admin réttindi.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 13:32

19 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ef fleiri notuðu linux myndu leikjaframleiðendur stiðja það, það er hægt að nota mono eða önnur windows symolator kerfi en grafikin verður léleg.  ef margir notuðu linux þá yrðu vírusar vandamál en aldrei eins og í wondows vegna þess að stjórnkerfið,f allt sem krefst breytinga er aðeis hægt að keira með lykilorði og þess vegna myndu vírusar ekki ná stjórn á kerfinu, nema með því að plata notandann, sem vissulega er alltaf veikasti hlekkurinn.  Og harware vandamál myndu ekki vera issue ef fleyri notuðu kerfið vegna þess að þá myndu framleiendur stiðja það.

Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 15:13

20 identicon

@atli

 Ég vissi reyndar alveg af wine en síðast þegar ég kynnti mér það þá var það ekki að virka spes og ekki fyrir marga leiki. Er þetta alveg að rokka núna? Hefurðu prófað þetta.

Óli (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 17:56

21 identicon

@Atli

http://appdb.winehq.org/objectManager.php?sClass=version&iId=6995&iTestingId=9811

 What does not
Bloom, Light reflects, Copy protection, changing resolution

Sýnist wine til dæmis ekki virka almennilega fyrir Warhammer mark of chaos. Sem er leikur sem ég er að spila þessa dagana.

You were saying? 

Óli (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 18:06

22 identicon

Elska open source kerfi. Það er svo skemmtilegt að brjótast inní þau :P

Guðjón Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 22:50

23 identicon

Ég þekki nokkra sem nota linux(ubuntu) að mestu leyti, alltaf að tala um hvað það er miklu betra en Windows á alla vegu. Svo virkar aldrei neitt hjá þeim. Eyða endalausum tíma í að finna ákveðnar skrár og edita þær.

Já mikið eru Windows notendur heimskir, hugsa sér... nota stýrikerfi sem styður allan vélbúnað í heiminum. Ömurlegt stýrikerfi.

TT (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:46

24 identicon

Windows er ekki fullkomið og Linux ekki heldur. Það er sambærilega erfitt að taka yfir Firefox á Linux og það er á Windows. Fjöldi Windows notenda er hinsvegar mörgum stærðargráðum fleiri en Linux og það er vissulega ákveðið "öryggi" í því.

Varðandi open vs closed source kerfi, þá er ekkert sem segir að annað sé verra en hitt. Chrome er open source og er eini vafrinn sem eftir stendur óhakkaður eftir black hat ráðstefnur. Það er miklu auðveldara (og líklega öruggara) að prófa Chrome heldur en að skipta yfir í Linux og þá jafnvel halda áfram að nota Firefox.

Ég nota Linux, Windows og Mac daglega og ekkert þeirra er fullkomið :) Mæli eindregið með Chrome - virkar á öllum áðurnefndum stýrikerfum.

TG (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 15:02

25 identicon

Sammála TG.

Nema reyndar það sem eykur soldið á öryggið í linux eru pakkakerfin. Flestar árásir reiða sig á þekktar öryggisholur sem er mjög líklega búið að laga í nýjustu útgáfunum af hugbúnaði. Mörg forrit geta uppfært sig sjálf en alls ekki öll. Pakkakerfin eru líka eiginlega það sem ég held mest uppá í linux distros.

Ég hef notað ubuntu ansi mikið í vinnunni, og var mjög sáttur við það þar. Nú er OSX aðal kerfið í vinnunni hjá mér og líkar það nokkuð vel, og mixar það bæði góðri hönnun, úrval af hugbúnaði + aflið sem fylgir unix based kerfum.

Windows hefur batnað ansi mikið frá öryggisjónarmiðum með vista/windows 7 þó það megi gera betur.

Helsti óvinur microsoft í þessu hefur soldið verið velgengni þeirra sem bæði gerir þá að skotskífu, og erfitt fyrir þá að gera breytingar sem valda því að gömul forrit sem hegða sér ekki rétt, hætti að virka.

Finnst svona rifrildi oft ansi illa upplýst og kjánaleg þar sem þessi 3 stýrikerfi hafa öll sýna kosti og galla og öll eru að batna.

Svo má einmitt ekki gleyma því eins og nefnt var áðan að oft eru notendurnir mesta hættan. Ef þú nærð í toolbar af klámsíðu og samþykkir admin réttindi á það, þá ertu screwed, og þetta getur gerst í öllum stýrikerfunum.

Ég hef verið með windows sem heimilistölvu frá win 3.11, fékk ansi marga vírusa og drasl á windows 95-98, og einu sinni á XP.

Hef ekki ennþá fengið vírus á windows vista, eða windows 7 og ekki verið með vírusvörn. Bara passað mig og keyrt dót sem ég treysti ekki í virtual machine.

UAC er alls ekki eina sem kom með vista/win7 í öryggismálum, Data Execution Prevention, og address randomization á forritum á keyrslu tíma, gerir mun erfiðara að nýta exploit þó þau séu þekkt.

Að mínu mati og reynslu er ubuntu samt fínt kerfi fyrir þá sem eru alltaf að ná sér í vírusa og spila ekki tölvuleiki, eða nota Adobe vörur. En Ipad gæti verið betra fyrir suma :)

En það getur að sjálfsögðu verið soldið hell stundum að laga hluti í linux, var sérstaklega slæmt með gentoo en ubuntu er soldið skárra.

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 19:33

26 identicon

Alltaf gaman þegar að linux og windows menn fara í pissukeppni, áður en maður veit af þá eru þeir farnir að míga framaní hvorn annan og umræðan endar í sandkassaleik dauðans og pointless rifirildi um hver á sterkasta pabbann.

Ef að þeir sem eiga hlut hérna eru ekki sáttir við líkinguna þá hvert ég þá til að renna yfir þetta blogg aftur og sjá að sér.  Þetta er ástæðan fyrir því að svona fáir nota linux, þessi eilífðar hallæris nördaslagur um eitthvað sem venjulegir tölvunotendur vilja ekkert vita um.

Stebbi (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 23:54

27 identicon

Linux er öruggara en windows og það er ókeypis. Windows hins vegar supportar margfalt meira af hugbúnaði og hardware. Ef linux gæti gert allt sem ég krefst af tölvunni minni myndi ég nota linux, en því miður gerir linux það ekki.

Óli (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói

Höfundur

Jóhann Hallgrímsson
Jóhann Hallgrímsson

Tölvunnarfræðingur, Háskólanum í Reykjavík það eru stafsetningavillur í öllum minum blogum vegna þess að ég er lesblindur.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband